Innlent

Auður og Gísli sækja um erfitt starf

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Auður og Gísli eru á meðal þeirra sem vilja stýra hinni nýju ríkisstofnun.
Auður og Gísli eru á meðal þeirra sem vilja stýra hinni nýju ríkisstofnun.

Níu einstaklingar sóttu um starf forstöðumanns nýrrar ríkisstofnunar sem mun bera heitið Land og skógur. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati hæfisnefndar.

Embættið var auglýst þann 16. júní síðastliðinn. Eftirfarandi sóttu um starfið:

Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar

Ágúst Sigurðsson, fagstjóri hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri hjá Skógræktinni

Gísli Tryggvason, lögmaður og fyrrverandi talsmaður neytenda

Gunnlaugur Guðjónsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni

Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlands

Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni

Páll Sigurðsson, skipulagsfulltrúi hjá Skógræktinni

Land og skógur verður til við samruna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar sem samþykktur var á Alþingi í mars síðastliðnum.

Athygli vekur að af níu umsækjendum um stöðu forstöðumanns eru fimm núverandi starfsmenn Skógræktarinnar en enginn starfsmaður Landgræðslunnar.

Hart tekist á

Þrátt fyrir að hlutverk hinna tveggja sameinuðu stofnana sé um margt sambærilegt, það er að græða upp landið, hefur oft gustað á milli þeirra. Það er að landgræðslufólk og skógræktarfólk hefur tekist hart á um aðferðir og þeim tegundum sem plantað er. Sá sem hreppir stöðuna gæti því átt ærið verk fyrir höndum að sætta hópana.

Árni Bragason landgræðslustjóri og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri eru báðir komnir á aldur og sóttu ekki um forstöðu hinnar nýju ríkisstofnunar.


Tengdar fréttir

Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun

Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×