Telja sig hafa komist að því hvers vegna heilafrumurnar deyja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 08:30 Uppgötvunin þykir lofa góðu en mikil rannsóknarvinna er framundan. Getty Vísindamenn í Bretlandi og Belgíu telja sig hafa komist að því af hverju heilafrumur deyja í Alzheimersjúklingum. Dauði heilafrumanna hefur verið ráðgáta í marga áratugi en vonir eru bundnar við að uppgötvunin greiði fyrir þróun nýrra lyfja við sjúkdómnum. Niðurstöður umræddrar rannsóknar hafa verið birtar í tímaritinu Science. Það er frumudauðinn sem veldur einkennum Alzheimers, til að mynda minnistapi, en vísindamennirnir telja sig nú vita að uppsöfnun óeðlilegra prótína leiði til nokkurs konar sjálfsvígs frumanna, kallað „necroptosis“ á ensku. Það hefur löngum verið talið víst að Alzheimersjúkdómurinn tengist uppsöfnun amyloid-útfellinga og tau-prótína í heilanum. Vísindamennirnir við Dementia Research Institute við University College London og KU Leuven í Belgíu telja nú að ferlið sé þannig að útfellingar fari að myndast á milli heilafrumanna, sem leiði til bólgusvars. Bólgusvarið leiði til þess að frumurnar bregðast við með því að umbreytast. Þegar svokallaðar tau-flækjur fari að myndast bregðist frumurnar við með því að framleiða sameindina MEG3, sem leiði til frumudauða. Umrætt ferli, það er að segja þetta „sjálfsvíg“ frumanna, er ein leið líkamans til að losa sig við óæskilegar frumur þegar nýjar myndast. Teyminu tókst að koma í veg fyrir frumudauða með því að koma í veg fyrir framleiðslu MEG3. Bart De Strooper, prófessor við Dementia Research Institute, segir um að ræða afar áhugaverða og mikilvæga uppgötvun. Menn hafi lengi velt því fyrir sér hvers vegna og hvernig heilafrumur deyji í Alzheimersjúklingum og nú sé svarið fundið. Hann segist vonast til þess að uppgötvunin muni leiða til þróunnar nýrra og áhrifaríkra lyfja gegn sjúkdómnum en margra ára rannsóknarvinna sé framundan áður en það geti orðið. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Vísindi Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Niðurstöður umræddrar rannsóknar hafa verið birtar í tímaritinu Science. Það er frumudauðinn sem veldur einkennum Alzheimers, til að mynda minnistapi, en vísindamennirnir telja sig nú vita að uppsöfnun óeðlilegra prótína leiði til nokkurs konar sjálfsvígs frumanna, kallað „necroptosis“ á ensku. Það hefur löngum verið talið víst að Alzheimersjúkdómurinn tengist uppsöfnun amyloid-útfellinga og tau-prótína í heilanum. Vísindamennirnir við Dementia Research Institute við University College London og KU Leuven í Belgíu telja nú að ferlið sé þannig að útfellingar fari að myndast á milli heilafrumanna, sem leiði til bólgusvars. Bólgusvarið leiði til þess að frumurnar bregðast við með því að umbreytast. Þegar svokallaðar tau-flækjur fari að myndast bregðist frumurnar við með því að framleiða sameindina MEG3, sem leiði til frumudauða. Umrætt ferli, það er að segja þetta „sjálfsvíg“ frumanna, er ein leið líkamans til að losa sig við óæskilegar frumur þegar nýjar myndast. Teyminu tókst að koma í veg fyrir frumudauða með því að koma í veg fyrir framleiðslu MEG3. Bart De Strooper, prófessor við Dementia Research Institute, segir um að ræða afar áhugaverða og mikilvæga uppgötvun. Menn hafi lengi velt því fyrir sér hvers vegna og hvernig heilafrumur deyji í Alzheimersjúklingum og nú sé svarið fundið. Hann segist vonast til þess að uppgötvunin muni leiða til þróunnar nýrra og áhrifaríkra lyfja gegn sjúkdómnum en margra ára rannsóknarvinna sé framundan áður en það geti orðið. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Vísindi Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“