Innlent

Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir inn­leiðingu úr­bóta

Lovísa Arnardóttir skrifar
Forstjóri MAST segir að við veiðar fyrsta hvalsins á veiðitímabilinu hafi eitthvað brugðist. Það verði að gera úrbætur áður en leyft verður að veiða fleiri langreyðar á Hval 8.
Forstjóri MAST segir að við veiðar fyrsta hvalsins á veiðitímabilinu hafi eitthvað brugðist. Það verði að gera úrbætur áður en leyft verður að veiða fleiri langreyðar á Hval 8. Vísir/Arnar

Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. 

Hrönn Ó­lína Jörunds­dóttir for­stjóri Mat­væla­stofnunar (MAST) segir eitt­hvað hafa brugðist við veiðar fyrsta hvalsins á hval­veiði­tíma­bilinu, þann 7. septem­ber síðast­liðinn.

MAST stöðvaði í dag tíma­bundið veiðar á hval­veiði­skipinu Hvalur 8 vegna al­var­legra brota á vel­ferð dýra. Sam­kvæmt MAST hæfðu veiði­menn lang­reyð „utan til­greinds marksvæðis“ hinn sjöunda septem­ber síðast­liðinn með þeim af­leiðingum að dýrið drapst ekki strax.

„Það virðist eitt­hvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitt­hvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ segir Hrönn en hún var gestur í kvöld­fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld.

Hún segir stofnunina helst hafa á­hyggjur af þessari löngu bið sem líður á milli skota og að þau telji hana vera al­var­legt frá­vik frá þeim reglum sem mat­væla­ráð­herra, Svan­dís Svavars­dóttir, setti í nýrri reglu­gerð um veiðarnar í síðustu viku. Vegna þess voru veiðar Hvals 8 stöðvaðar.



Hrönn segir að Hval hf. segjast hafa inn­leitt nýjar veiði­að­ferðir og að stofnunin muni yfir­fara þær og meta að loknu veiði­tíma­bili.

„Hvort eitt­hvað hafi breyst og hvort geta þeirra til að af­lífa dýrin sé betri.“

Hún segir þetta eina málið sem sé opið núna og til skoðunar hjá stofnunni, en að alltaf sé mögu­leiki á að fleiri opnist.

Framkvæma greiningu og innleiða úrbætur

Hún segir að áður en skipið fær að halda aftur til veiða verði að fram­kvæma rótar­greiningu á því hvað gerðist við af­lífun hvalsins þann 7. Septem­ber og inn­leiða úr­bætur sem eigi að tryggja að ekki líði svo langt á milli þegar skjóta þarf oftar en einu sinni.

Hún segir að bæði MAST og Fiski­stofa taki úr­bæturnar út og á­kveði svo í kjöl­farið hvort að Hvalur 8 geti aftur haldið til veiða.

Búið er að veiða 14 lang­reyðar á veiði­tíma­bilinu. Þing­menn fjögurra flokka lögðu fram frum­varp á þingi í dag um bann við hval­veiðum.


Tengdar fréttir

Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali

Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi.

Fagnar inni­lega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður

Val­gerður Árna­dóttir, tals­maður Hvala­vina, fagnar því að Mat­væla­stofnun hafi tekið á­kvörðun um að stöðva tíma­bundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hval­veiði­báturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Á­kvörðunin hafi alls ekki verið fyrir­séð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×