„Ég sat bara og grét yfir þessu í gærkvöldi“ Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 14. september 2023 21:59 Othman og Birta eru búsett í borginni Essaouira ásamt fjórum börnum sínum. Þau vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa og hófu söfnun fyrr í vikunni. Aðsend og Vísir/EPA Hjónin Birta Árdal Bergsteinsdóttir og Othman Karoune hafa síðustu daga staðið fyrir styrktarsöfnun vegna jarðskjálftans í Marokkó fyrir tæpri viku. Svo vel hefur gengið að Othman fór í fyrradag með hjálpargögn í þorp upp í fjöllum. Söfnunin er enn opin. Birta og Othman búa í borginni Essaouira ásamt fjórum börnum sínum. Upptök skjálftans voru í Atlasfjöllum. 2.900 eru talin látin, yfir fimm þúsund slösuð og mikill fjöldi enn týndur undir rústum. Þegar ljóst var hversu mikil eyðileggingin var hófu hjónin söfnun. Hún hefur gengið vel síðustu daga og því fór Othman í fyrradag í eitt þorpanna sem hvað verst fór í jarðskjálftanum. „Maðurinn minn fór, ásamt öðrum, á nokkrum fjórhjóladrifnum jeppum upp í þorp sem erfitt er að komast að á góðum degi,“ segir Birta í samtali við fréttastofu, en vegir hafa víða farið mjög illa. Hittu heimamenn Hún segir jeppana hafa verið fulla af hjálpargögnum eins og fatnaði, lyfjum og mat. „Þeir fóru uppeftir og komu heim í nótt. Það fór allt mjög vel en það voru átakanleg vídjóin sem þeir tóku,“ segir Birta en hún setti saman myndband úr þeim sem má horfa á hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Birta OG Othman (@minimal.nomads) „Ég sat bara og grét yfir þessu í gærkvöldi,“ segir Birta en í eiginmaður hennar, og aðrir sem voru með honum, voru leiddir í gegnum þorpið af heimamanni. Á meðan sagði hann þeim hvað gerðist þegar jarðskjálftinn reið yfir. Birta segir þorpið nú yfirgefið en að heimamenn hafi reynt að týna eitthvað saman af eigum sínum til að fara með í búðirnar sem þau búa í núna hinum megin í fjallinu. „Við viljum halda áfram að styðja við þetta þorp,“ segir Birta þó meðvituð um að staðan sé eins í hundruð annarra þorpa. „Við viljum einblína okkar orku á staði þar sem við höfum tengingu,“ segir hún og að í dag hafi þau sent þeim pening til að kaupa lagnir sem hægt er að leggja til að fá rennandi vatn inn á svæðið aftur. „Það er það fyrsta sem við gerðum, auk þess að senda neyðarpakkana,“ segir Birta og að allur sá peningur sem safnist fari í þau verkefni sem mest þörf er á. Enn hægt að leggja þeim lið Söfnun er enn opin og er hægt að leggja inn á Birtu vilji fólki leggja þeim lið. „Veturinn er að koma og við viljum vera til staðar fyrir þetta fólk og hjálpa þeim að byggja upp enn þá sterkara og betra samfélag en var áður. Á góðum degi lifa þau hörðu lífi á þessum stað og við viljum leggja okkar af mörkum til að styðja við þetta samfélag. Svo þau geti byggt samfélagið upp sterkara en áður,“ segir Birta. Hún hóf söfnunina fyrir fjórum dögum en allt fjármagn sem þau safna fer í þau verkefni eða samtök þar sem þörfin er mest. Í Instagram-færslu fyrr í vikunni segir hún ástandið hræðilegt í fjallaþorpum nærri upptökum skjálftans. Hægt er að fylgjast með gangi söfnunar og aðstoðinni á Instagram þeirra hjóna hér. Hægt er að styðja við söfnuna með því að leggja inn á reikning Birtu: Reikningsnúmer : 0549-26-002689 Kennitala : 260191-2689 Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra. 11. september 2023 09:02 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Senda tíu milljónir króna til Marokkó vegna skjálftans SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tíu milljónir króna til neyðaraðstoðar í Marokkó. Söfnun hefur verið hrundið af stað. 9. september 2023 19:01 „Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“ Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað. 9. september 2023 13:39 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Birta og Othman búa í borginni Essaouira ásamt fjórum börnum sínum. Upptök skjálftans voru í Atlasfjöllum. 2.900 eru talin látin, yfir fimm þúsund slösuð og mikill fjöldi enn týndur undir rústum. Þegar ljóst var hversu mikil eyðileggingin var hófu hjónin söfnun. Hún hefur gengið vel síðustu daga og því fór Othman í fyrradag í eitt þorpanna sem hvað verst fór í jarðskjálftanum. „Maðurinn minn fór, ásamt öðrum, á nokkrum fjórhjóladrifnum jeppum upp í þorp sem erfitt er að komast að á góðum degi,“ segir Birta í samtali við fréttastofu, en vegir hafa víða farið mjög illa. Hittu heimamenn Hún segir jeppana hafa verið fulla af hjálpargögnum eins og fatnaði, lyfjum og mat. „Þeir fóru uppeftir og komu heim í nótt. Það fór allt mjög vel en það voru átakanleg vídjóin sem þeir tóku,“ segir Birta en hún setti saman myndband úr þeim sem má horfa á hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Birta OG Othman (@minimal.nomads) „Ég sat bara og grét yfir þessu í gærkvöldi,“ segir Birta en í eiginmaður hennar, og aðrir sem voru með honum, voru leiddir í gegnum þorpið af heimamanni. Á meðan sagði hann þeim hvað gerðist þegar jarðskjálftinn reið yfir. Birta segir þorpið nú yfirgefið en að heimamenn hafi reynt að týna eitthvað saman af eigum sínum til að fara með í búðirnar sem þau búa í núna hinum megin í fjallinu. „Við viljum halda áfram að styðja við þetta þorp,“ segir Birta þó meðvituð um að staðan sé eins í hundruð annarra þorpa. „Við viljum einblína okkar orku á staði þar sem við höfum tengingu,“ segir hún og að í dag hafi þau sent þeim pening til að kaupa lagnir sem hægt er að leggja til að fá rennandi vatn inn á svæðið aftur. „Það er það fyrsta sem við gerðum, auk þess að senda neyðarpakkana,“ segir Birta og að allur sá peningur sem safnist fari í þau verkefni sem mest þörf er á. Enn hægt að leggja þeim lið Söfnun er enn opin og er hægt að leggja inn á Birtu vilji fólki leggja þeim lið. „Veturinn er að koma og við viljum vera til staðar fyrir þetta fólk og hjálpa þeim að byggja upp enn þá sterkara og betra samfélag en var áður. Á góðum degi lifa þau hörðu lífi á þessum stað og við viljum leggja okkar af mörkum til að styðja við þetta samfélag. Svo þau geti byggt samfélagið upp sterkara en áður,“ segir Birta. Hún hóf söfnunina fyrir fjórum dögum en allt fjármagn sem þau safna fer í þau verkefni eða samtök þar sem þörfin er mest. Í Instagram-færslu fyrr í vikunni segir hún ástandið hræðilegt í fjallaþorpum nærri upptökum skjálftans. Hægt er að fylgjast með gangi söfnunar og aðstoðinni á Instagram þeirra hjóna hér. Hægt er að styðja við söfnuna með því að leggja inn á reikning Birtu: Reikningsnúmer : 0549-26-002689 Kennitala : 260191-2689
Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra. 11. september 2023 09:02 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Senda tíu milljónir króna til Marokkó vegna skjálftans SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tíu milljónir króna til neyðaraðstoðar í Marokkó. Söfnun hefur verið hrundið af stað. 9. september 2023 19:01 „Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“ Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað. 9. september 2023 13:39 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra. 11. september 2023 09:02
Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40
Senda tíu milljónir króna til Marokkó vegna skjálftans SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tíu milljónir króna til neyðaraðstoðar í Marokkó. Söfnun hefur verið hrundið af stað. 9. september 2023 19:01
„Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“ Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað. 9. september 2023 13:39