„Það er ekki endalaust til, háttvirtur þingmaður“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2023 11:37 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina setja velferðina á ís með nýju fjárlagafrumvarpi. Fjármálaráðherra segir hana tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Á þingi í dag mælti fjármálaráðherra fyrir fjárlagafrumvarpi sínu. Frumvarpið fyrir næsta ár var kynnt opinberlega á þriðjudag en meðal þess sem kom þar fram var að fleiri fjölskyldur fengi barnabætur, ríkari áhersla væri lögð á aðhald í rekstri og hækkun á áfengis- og tóbaksgjöldum. Hófst þingfundurinn á því að fjármálaráðherra kynnti helstu punkta frumvarpsins. Segir hann verðbólguna vera ástand sem snertir alla í landinu. „Markmiðið liggur því augum uppi. Við þurfum að vinna okkur í átt að meiri stöðugleika að nýju og með skynsamlegri hagstjórn er hægt að ná því markmiði,“ segir Bjarni. Þingmenn úr hverjum þingflokki höfðu raðað sér á mælendaskrá áður en umræðurnar hófust og var Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sú fyrsta til að tjá sig um frumvarpið. Sagði hún velferðarkerfið vera vannært. „Það er til einskis að setja velferðina á ís til að hagræða í rekstri. Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum. Eftir situr hinn almenni launamaður með verri velferð og illa rekið ríki,“ segir Kristrún. Bjarni sagði málflutning Kristrúnar ekki vera sannan. „Við förum hins vegar fram á það að ríkissjóður finni leiðir til þess að gera betur, til þess að nýta fjármagn betur, á hverju ári. Líkt og heimilin eru að gera og allt atvinnulífið á Íslandi. Það er gert lítið úr því að hér sé komið fram með sautján milljarða hagræðingaaðgerðir. Þetta er jafngildi þess að segja sautján milljarðar skipta bara engu máli í stóra samhengi hlutanna. Þetta er að tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Það er ekki endalaust til háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni í andsvörum sínum. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Á þingi í dag mælti fjármálaráðherra fyrir fjárlagafrumvarpi sínu. Frumvarpið fyrir næsta ár var kynnt opinberlega á þriðjudag en meðal þess sem kom þar fram var að fleiri fjölskyldur fengi barnabætur, ríkari áhersla væri lögð á aðhald í rekstri og hækkun á áfengis- og tóbaksgjöldum. Hófst þingfundurinn á því að fjármálaráðherra kynnti helstu punkta frumvarpsins. Segir hann verðbólguna vera ástand sem snertir alla í landinu. „Markmiðið liggur því augum uppi. Við þurfum að vinna okkur í átt að meiri stöðugleika að nýju og með skynsamlegri hagstjórn er hægt að ná því markmiði,“ segir Bjarni. Þingmenn úr hverjum þingflokki höfðu raðað sér á mælendaskrá áður en umræðurnar hófust og var Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sú fyrsta til að tjá sig um frumvarpið. Sagði hún velferðarkerfið vera vannært. „Það er til einskis að setja velferðina á ís til að hagræða í rekstri. Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum. Eftir situr hinn almenni launamaður með verri velferð og illa rekið ríki,“ segir Kristrún. Bjarni sagði málflutning Kristrúnar ekki vera sannan. „Við förum hins vegar fram á það að ríkissjóður finni leiðir til þess að gera betur, til þess að nýta fjármagn betur, á hverju ári. Líkt og heimilin eru að gera og allt atvinnulífið á Íslandi. Það er gert lítið úr því að hér sé komið fram með sautján milljarða hagræðingaaðgerðir. Þetta er jafngildi þess að segja sautján milljarðar skipta bara engu máli í stóra samhengi hlutanna. Þetta er að tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Það er ekki endalaust til háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni í andsvörum sínum.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25
Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14
Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11