Svekktur og efins um fleiri veiðiferðir til Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2023 19:48 Goss ber sterkar taugar til Íslands og fólksins sem starfar við að þjónusta stangveiðimenn. Honum hrýs hugur við tilhugsunina um erfðablöndun norskra eldislaxa og þess villta íslenska. Aðsend Breskur laxveiðimaður sem veiddi tvo eldislaxa í Skagafirði á dögunum er efins um að hann snúi hingað aftur ef fram heldur sem horfir. Hann óttast um lifibrauð bænda, leiðsögumanna, og ferðaþjónustufyrirtækja sem þjónusta stangveiðimenn. Pete Goss, breskur laxveiðimaður, er nýkominn aftur heim til sín eftir viðburðaríka veiðiferð í Húseyjarkvísl í Skagafirði. Goss og félagar hans fara á hverju ári til Íslands að veiða og var þetta ellefta sumarið í röð sem þeir félagar veiða í Skagafirðinum enda miklir Íslandsvinir. Goss fékk engan villtan lax á færið að þessu sinni, þessi í stað veiddi hann tvo eldislaxa sem sluppu úr kví í Patreksfirði síðsumars. Goss lýsti fyrir fréttamanni eftirvæntingunni þegar stærðarinnar lax beit á honum. „Þetta var kröftugur fiskur og ég var afar spenntur, eins og gefur að skilja, því þetta er ástæðan fyrir því að við ferðumst alla þessa leið til að vera í þessari fallegu á en þegar við lönduðum honum kom í ljós að þetta var norskur eldislax,“ segir Goss sem trúði vart eigin augum. „Ég var alveg miður mín.“ Goss og félagar voru ekki sáttir því kostnaður við veiðiferðirnar getur hlaupið á milljónum. „Við borgum fyrir að fara til Íslands vegna hreinleika kerfisins og ánna en upplifunin var allt öðruvísi í ár. Því ég veiddi tvo svona eldislaxa og engan villtan lax.“ Nú hugsi hann sig tvisvar um varðandi það að leggja í aðra Íslandsferð næsta sumar og sér í lagi ef ástandið versnar sem honum finnst mikil synd því fjölmargir reiði sig á tekjur af því að þjónusta stangveiðimenn og í gegnum árin hefur hann myndað traust vinasamband við marga Íslendinga og því hrýs honum hugur við erfðablöndun norska eldislaxins og þess villta íslenska. Stangveiðimenn vilji ekki sjá eldislaxa. „Þetta er lifibrauð bænda, leiðsögumanna og fyrirtækja sem þjónusta stangveiðimenn. Svo mun þetta hafa keðjuverkandi áhrif og koma illa við veitingamenn og svo framvegis. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta algjört reiðarslag.“ Fiskarnir sem Goss og fleiri félagar hans veiddu voru sendir Hafrannsóknarstofnun til erfðagreiningar en undanfarið hafa meintir eldislaxar borist þangað daglega og stendur starfsfólk stofnunarinnar í ströngu þessa dagana að greina fjöldann allan af laxi. Meintir eldislaxar berast Hafró daglega Guðni sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun tók fréttamann í kennslustund um hvernig bera ætti kennsl á eldislax.Vísir/Sigurjón Stofnunin hefur þegar erfðagreint 27 laxa en 26 þeirra reyndust vera eldislaxar en fleiri tugir laxa eru á leiðinni. Biðlað er til veiðimanna að vera vakandi fyrir mögulegum laxeldiseinkennum á löxum sem þeir veiða en eldislaxar eru flestir afar stórir. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun en í fréttinni hér að ofan kennir Guðni okkur hvernig hægt er að greina eldislaxa frá þeim villtu. „Þeir eru sex til sjö kíló eins og þessi fyrir framan okkur, þannig að stærð getur sagt eitthvað. Þeir eru að ganga núna þannig að þeir eru bjartir, flestir laxar sem eru að ganga í ár þeir gengu fyrir dálítið löngu síðan þannig að þeir eru farnir að dökkna og búa sig undir hrygningu. Einkennin sem koma á eldislaxa, það er hægt að sjá bæði í uggum og sporði. Á villtum laxi eru endarnir á sporðinum oddhvassir en rúnaðir á eldislöxum og svo er gjarnan hægt að sjá brot í uggum á eldislöxum,“ segir Guðni og bætir við að fleiri vísbendingar fáist þegar fiskarnir eru opnaðir. „Þá er yfirleitt samgróningur í innyflunum. Það er annað einkenni. Svo er stundum merki eftir lús.“ Það sem vekur athygli er hversu langt frá Patreksfirði strokulaxarnir hafa komist eða allt frá Fnjóská í austri til Laxár í dölum til suðurs. „Það sem er frábrugðið því sem við höfum séð áður er það að laxar eru að fara býsna langt frá þeim stað þar sem búið er að rekja uppruna þeirra til. Og þeir fiskar sem við erum að sjá, þeir eru kynþroska og það er það sem rekur þá upp í ár og dreifingin líka, því yfirleitt eru þeir að endurheimtast nærri þeim stað sem þeir sleppa en í þetta skiptið eru þeir að fara býsna langt.“ En hversu miklar líkur eru á að umhverfisslysið leiði til erfðablöndunar stofnanna? „Nú vill maður alltaf mæla og hafa töluleg gildi en það er búið að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í upp undir fjörutíu ár og það er komin reynsla í öðrum löndum af því að fiskar eru að sleppa og fara upp í ár og þeir eru að hrygna, þeir eru að vaxa hraðar í ánum og þeir eru að erfðablandast og þeir fiskar sem eru blendingar hafa minni lífslíkur en villtu fiskarnir. Það er verið að reyna með öllum ráðum að draga úr sem mest, það er búið að setja mjög strangar reglur í kringum laxeldi varðandi þann búnað sem er notaður og vinnubrögð sem stunduð eru til að koma í veg fyrir að fiskar sleppi.“ Ferðamennska á Íslandi Bretland Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Vilja bæta sig eftir að innra eftirlit virkaði ekki sem skyldi Forstjóri Arctic Sea, sem á Arctic Sea Farm, viðurkennir að innra eftirlit fyrirtækisins hafi ekki virkað sem skyldi í ljósi alvarlegs umhverfisslyss sem varð í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga berast ábendingar um eldislaxa sem veiddir hafa verið í íslenskum ám á hverjum degi en ábendingarnar eru orðnar 106 talsins. 12. september 2023 14:14 Gera kröfu um að eftirlitið verði í námunda við fiskeldið Andstæðingar sjókvíaeldis hafa ítrekað kröfur sínar um að eldi á laxi í fjörðum landsins verði bannað eftir að staðfest var að 27 eldislaxar, sem fundist hafa í laxveiðiám víða um land að undanförnu, eru úr kvíum Arctic Fish í Patreksfirði. 11. september 2023 22:55 Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Pete Goss, breskur laxveiðimaður, er nýkominn aftur heim til sín eftir viðburðaríka veiðiferð í Húseyjarkvísl í Skagafirði. Goss og félagar hans fara á hverju ári til Íslands að veiða og var þetta ellefta sumarið í röð sem þeir félagar veiða í Skagafirðinum enda miklir Íslandsvinir. Goss fékk engan villtan lax á færið að þessu sinni, þessi í stað veiddi hann tvo eldislaxa sem sluppu úr kví í Patreksfirði síðsumars. Goss lýsti fyrir fréttamanni eftirvæntingunni þegar stærðarinnar lax beit á honum. „Þetta var kröftugur fiskur og ég var afar spenntur, eins og gefur að skilja, því þetta er ástæðan fyrir því að við ferðumst alla þessa leið til að vera í þessari fallegu á en þegar við lönduðum honum kom í ljós að þetta var norskur eldislax,“ segir Goss sem trúði vart eigin augum. „Ég var alveg miður mín.“ Goss og félagar voru ekki sáttir því kostnaður við veiðiferðirnar getur hlaupið á milljónum. „Við borgum fyrir að fara til Íslands vegna hreinleika kerfisins og ánna en upplifunin var allt öðruvísi í ár. Því ég veiddi tvo svona eldislaxa og engan villtan lax.“ Nú hugsi hann sig tvisvar um varðandi það að leggja í aðra Íslandsferð næsta sumar og sér í lagi ef ástandið versnar sem honum finnst mikil synd því fjölmargir reiði sig á tekjur af því að þjónusta stangveiðimenn og í gegnum árin hefur hann myndað traust vinasamband við marga Íslendinga og því hrýs honum hugur við erfðablöndun norska eldislaxins og þess villta íslenska. Stangveiðimenn vilji ekki sjá eldislaxa. „Þetta er lifibrauð bænda, leiðsögumanna og fyrirtækja sem þjónusta stangveiðimenn. Svo mun þetta hafa keðjuverkandi áhrif og koma illa við veitingamenn og svo framvegis. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta algjört reiðarslag.“ Fiskarnir sem Goss og fleiri félagar hans veiddu voru sendir Hafrannsóknarstofnun til erfðagreiningar en undanfarið hafa meintir eldislaxar borist þangað daglega og stendur starfsfólk stofnunarinnar í ströngu þessa dagana að greina fjöldann allan af laxi. Meintir eldislaxar berast Hafró daglega Guðni sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun tók fréttamann í kennslustund um hvernig bera ætti kennsl á eldislax.Vísir/Sigurjón Stofnunin hefur þegar erfðagreint 27 laxa en 26 þeirra reyndust vera eldislaxar en fleiri tugir laxa eru á leiðinni. Biðlað er til veiðimanna að vera vakandi fyrir mögulegum laxeldiseinkennum á löxum sem þeir veiða en eldislaxar eru flestir afar stórir. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun en í fréttinni hér að ofan kennir Guðni okkur hvernig hægt er að greina eldislaxa frá þeim villtu. „Þeir eru sex til sjö kíló eins og þessi fyrir framan okkur, þannig að stærð getur sagt eitthvað. Þeir eru að ganga núna þannig að þeir eru bjartir, flestir laxar sem eru að ganga í ár þeir gengu fyrir dálítið löngu síðan þannig að þeir eru farnir að dökkna og búa sig undir hrygningu. Einkennin sem koma á eldislaxa, það er hægt að sjá bæði í uggum og sporði. Á villtum laxi eru endarnir á sporðinum oddhvassir en rúnaðir á eldislöxum og svo er gjarnan hægt að sjá brot í uggum á eldislöxum,“ segir Guðni og bætir við að fleiri vísbendingar fáist þegar fiskarnir eru opnaðir. „Þá er yfirleitt samgróningur í innyflunum. Það er annað einkenni. Svo er stundum merki eftir lús.“ Það sem vekur athygli er hversu langt frá Patreksfirði strokulaxarnir hafa komist eða allt frá Fnjóská í austri til Laxár í dölum til suðurs. „Það sem er frábrugðið því sem við höfum séð áður er það að laxar eru að fara býsna langt frá þeim stað þar sem búið er að rekja uppruna þeirra til. Og þeir fiskar sem við erum að sjá, þeir eru kynþroska og það er það sem rekur þá upp í ár og dreifingin líka, því yfirleitt eru þeir að endurheimtast nærri þeim stað sem þeir sleppa en í þetta skiptið eru þeir að fara býsna langt.“ En hversu miklar líkur eru á að umhverfisslysið leiði til erfðablöndunar stofnanna? „Nú vill maður alltaf mæla og hafa töluleg gildi en það er búið að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í upp undir fjörutíu ár og það er komin reynsla í öðrum löndum af því að fiskar eru að sleppa og fara upp í ár og þeir eru að hrygna, þeir eru að vaxa hraðar í ánum og þeir eru að erfðablandast og þeir fiskar sem eru blendingar hafa minni lífslíkur en villtu fiskarnir. Það er verið að reyna með öllum ráðum að draga úr sem mest, það er búið að setja mjög strangar reglur í kringum laxeldi varðandi þann búnað sem er notaður og vinnubrögð sem stunduð eru til að koma í veg fyrir að fiskar sleppi.“
Ferðamennska á Íslandi Bretland Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Vilja bæta sig eftir að innra eftirlit virkaði ekki sem skyldi Forstjóri Arctic Sea, sem á Arctic Sea Farm, viðurkennir að innra eftirlit fyrirtækisins hafi ekki virkað sem skyldi í ljósi alvarlegs umhverfisslyss sem varð í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga berast ábendingar um eldislaxa sem veiddir hafa verið í íslenskum ám á hverjum degi en ábendingarnar eru orðnar 106 talsins. 12. september 2023 14:14 Gera kröfu um að eftirlitið verði í námunda við fiskeldið Andstæðingar sjókvíaeldis hafa ítrekað kröfur sínar um að eldi á laxi í fjörðum landsins verði bannað eftir að staðfest var að 27 eldislaxar, sem fundist hafa í laxveiðiám víða um land að undanförnu, eru úr kvíum Arctic Fish í Patreksfirði. 11. september 2023 22:55 Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Vilja bæta sig eftir að innra eftirlit virkaði ekki sem skyldi Forstjóri Arctic Sea, sem á Arctic Sea Farm, viðurkennir að innra eftirlit fyrirtækisins hafi ekki virkað sem skyldi í ljósi alvarlegs umhverfisslyss sem varð í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga berast ábendingar um eldislaxa sem veiddir hafa verið í íslenskum ám á hverjum degi en ábendingarnar eru orðnar 106 talsins. 12. september 2023 14:14
Gera kröfu um að eftirlitið verði í námunda við fiskeldið Andstæðingar sjókvíaeldis hafa ítrekað kröfur sínar um að eldi á laxi í fjörðum landsins verði bannað eftir að staðfest var að 27 eldislaxar, sem fundist hafa í laxveiðiám víða um land að undanförnu, eru úr kvíum Arctic Fish í Patreksfirði. 11. september 2023 22:55
Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01