Innlent

Loka sundlaugum vegna net­bilunar

Árni Sæberg skrifar
Vesturbæjarlaug er einnig lokuð.
Vesturbæjarlaug er einnig lokuð. Vísir/Friðrik Þór

Forsvarsmenn Árbæjarlaugar hafa tilkynnt að búið sé að loka sundlauginni þar sem ekki sé hægt að tryggja öryggi gesta vegna netbilunar hjá Reykjavíkurborg. Þá er einnig búið að loka Vesturbæjarlaug.

Í tilkynningu á Facebook segir að ekki sé hægt að tryggja öryggi gesta þar sem öryggismyndavélar og annar búnaður virki ekki vegna víðtækrar netbilunar hjá borginni. 

Vísir greindi í morgun frá því að starfsemi hjá Reykjavíkurborg hafi verið í lamasessi víða þar sem starfsfólk kæmist víða ekki á Internetið.

Í tilkynningu segir að tilkynnt verði á Facebooksíðu Árbæjarlaugar um leið og hægt verður að opna á ný.

Uppfært klukkan 15:25.

Starfsfólk Vesturbæjarlaugar hefur gefið frá sér sams konar tilkynningu um lokun laugarinnar.

Uppfært klukkan 15:55

Viðgerð er lokið að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

8Í morgun kom upp bilun sem olli netleysi á um helming af starfsstöðum borgarinnar. Starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs framkvæmdi strax bilanagreiningu en það varð fljótt ljóst að um stórtæka bilun var að ræða. Viðgerð er nú lokið og ættu allar starfsstöðvar að vera nettengdar á ný. Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem þetta hefur valdið.“

Árbæjarlaug hefur verið opnuð á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×