Innlent

Víðtæk bilun á nettengingu hjá Reykjavíkurborg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tilkynningar berast frá hinum ýmsu starfstöðvum Reykjavíkurborgar, þar á meðal grunnskólunum.
Tilkynningar berast frá hinum ýmsu starfstöðvum Reykjavíkurborgar, þar á meðal grunnskólunum. Vísir/Arnar

Starfsemi hjá Reykjavíkurborg hefur verið í lamasessi víða framan af morgni þar sem starfsfólk kemst víða ekki á Internetið. Unnið er að viðgerð en starfsemi getur víða haldið óbreytt áfram.

Ólafur Sólmann, skrifstofustjóri upplýsingatækniþjónustu, segir í samtali við Vísi að netþjónn sem hafði verið að gefa út IP-tölur sé hættur að gefa þær út. Vandinn sé aðallega bundinn við fartölvur sem hafi ekki verið tengdar netinu. Tölvur sem voru með nettengingu í gærkvöldi, áður en bilunin varð, komist enn á netið.

Ólafur segir enn verið að átta sig á því hve víðtæk bilunin sé, hvort hún nái um alla borg og til allra starfstöðva. Tilkynningar berist alls staðar að. Hann segir vandamálið undir smásjá sérfræðinga, hafi verið síðan í morgun og vonandi finnist lausn sem fyrst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×