Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 17:32 John F. Kennedy og eiginkona hans Jacqueline Kennedy ganga úr flugvél í Dallas þann 22. nóvember 1963, daginn sem hann var myrtur. EPA Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. Vitnisburður hans er að einhverju leyti ólíkur niðurstöðum Warren-nefndarinnar sem rannsakaði morðið á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann og að hann hafi verið einn að verki. Fjallað er um þennan nýja vitnisburð Landis í The New York Times. Þar er tekið fram að Landis hafi ekki verið fenginn í skýrslutöku af nefndinni. Landis segist ekki vilja kynda undir samsæriskenningar, sem hafa verið fjölmargar í gegnum tíðina, heldur einfaldlega greina frá því sem hann varð vitni að árið 1963. Þó er vert að taka fram að margt í framburðinum er ólíkt því sem kemur fram í ritaðri skýrslu frá Landis skömmu eftir morðið. Hann segist nú hafa heyrt þrjá byssuhvelli, en í skýrslunni sagði hann þá vera tvo. Segist hafa fundið byssukúluna frægu Töfrakúlukenningin (e. magic bullet theory), eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið miðlæg í umræðu um drápið í áratugi. Um er ræða útskýringu Warren-nefndarinnar á því hvernig ein kúlan sem Oswald skaut hafi bæði hæft Kennedy, sem og ríkisstjórann John Connally, sem sat með honum í limmósínunni þar sem forsetinn var skotinn daginn örlagaríka. Connally lifði atvikið af. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að kúlan hafi fundist á sjúkrarúmi Connally, en Landis heldur því nú fram að hann hafi fundið umrædda byssukúlu á vettvangi, í limmósínunni. Hann hafi tekið kúluna af ótta um að óprúttnir aðilar myndu stela henni og sett á sjúkrarúm Kennedy. Fleira í lýsingum Landis fer ekki heim og saman með Warren-skýrslunni. Til dæmis eru lýsingar hans á því hvernig kúlan hæfði Kennedy ekki í samræmi við hina frægu töfrakúlukenningu. Á erfitt með að breyta eigin sannfæringu Þrátt fyrir þetta virðist Landis hikandi við að draga stærri ályktanir út frá vitnisburði sínum, líkt og hvort Oswald hafi verið einn að verki, sem umræðan um morðið hefur oft snúist um. Landis hafi alltaf trúað því að hann hafi verið einn að verki. „Á þessum tímapunkti velti ég þessu fyrir mér. Ég efast um sjálfan mig,“ er haft eftir Landis. Ljósmynd tekin daginn eftir morðið á John F. Kennedy. Líki hans hafði þarna verið komið fyrir í kistu og bandaríski fáninn breiddur yfir. Brast í grát Í umfjöllun New York Times er rætt við fleiri aðila um framburðinn. Til að mynda segist Lewis C. Merletti, fyrrverandi yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar, ekki viss um hvort hann trúi Landis, sem nú er vinur hans. Hins vegar komi það honum ekki á óvart að minningarnar um atburðina í nóvember 1963 hafi hrjáð leyniþjónustumennina sem voru á vettvangi. Þetta passar við lýsingar í umfjölluninni. Sex mánuðum eftir atburðina hætti Landis í leyniþjónustunni og flutti frá Washington-borg. Síðan hefur hann unnið mörg störf, sem eiga það öll sameiginlegt að vera ólík því sem hann hafði hjá leyniþjónustunni. Þegar Landis var í þann mund að klára handrit að væntanlegri bók um málið á hann að hafa brostið í grát. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri uppfullur af bældum tilfinningum,“ er haft eftir honum. Bandaríkin Einu sinni var... Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Vitnisburður hans er að einhverju leyti ólíkur niðurstöðum Warren-nefndarinnar sem rannsakaði morðið á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann og að hann hafi verið einn að verki. Fjallað er um þennan nýja vitnisburð Landis í The New York Times. Þar er tekið fram að Landis hafi ekki verið fenginn í skýrslutöku af nefndinni. Landis segist ekki vilja kynda undir samsæriskenningar, sem hafa verið fjölmargar í gegnum tíðina, heldur einfaldlega greina frá því sem hann varð vitni að árið 1963. Þó er vert að taka fram að margt í framburðinum er ólíkt því sem kemur fram í ritaðri skýrslu frá Landis skömmu eftir morðið. Hann segist nú hafa heyrt þrjá byssuhvelli, en í skýrslunni sagði hann þá vera tvo. Segist hafa fundið byssukúluna frægu Töfrakúlukenningin (e. magic bullet theory), eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið miðlæg í umræðu um drápið í áratugi. Um er ræða útskýringu Warren-nefndarinnar á því hvernig ein kúlan sem Oswald skaut hafi bæði hæft Kennedy, sem og ríkisstjórann John Connally, sem sat með honum í limmósínunni þar sem forsetinn var skotinn daginn örlagaríka. Connally lifði atvikið af. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að kúlan hafi fundist á sjúkrarúmi Connally, en Landis heldur því nú fram að hann hafi fundið umrædda byssukúlu á vettvangi, í limmósínunni. Hann hafi tekið kúluna af ótta um að óprúttnir aðilar myndu stela henni og sett á sjúkrarúm Kennedy. Fleira í lýsingum Landis fer ekki heim og saman með Warren-skýrslunni. Til dæmis eru lýsingar hans á því hvernig kúlan hæfði Kennedy ekki í samræmi við hina frægu töfrakúlukenningu. Á erfitt með að breyta eigin sannfæringu Þrátt fyrir þetta virðist Landis hikandi við að draga stærri ályktanir út frá vitnisburði sínum, líkt og hvort Oswald hafi verið einn að verki, sem umræðan um morðið hefur oft snúist um. Landis hafi alltaf trúað því að hann hafi verið einn að verki. „Á þessum tímapunkti velti ég þessu fyrir mér. Ég efast um sjálfan mig,“ er haft eftir Landis. Ljósmynd tekin daginn eftir morðið á John F. Kennedy. Líki hans hafði þarna verið komið fyrir í kistu og bandaríski fáninn breiddur yfir. Brast í grát Í umfjöllun New York Times er rætt við fleiri aðila um framburðinn. Til að mynda segist Lewis C. Merletti, fyrrverandi yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar, ekki viss um hvort hann trúi Landis, sem nú er vinur hans. Hins vegar komi það honum ekki á óvart að minningarnar um atburðina í nóvember 1963 hafi hrjáð leyniþjónustumennina sem voru á vettvangi. Þetta passar við lýsingar í umfjölluninni. Sex mánuðum eftir atburðina hætti Landis í leyniþjónustunni og flutti frá Washington-borg. Síðan hefur hann unnið mörg störf, sem eiga það öll sameiginlegt að vera ólík því sem hann hafði hjá leyniþjónustunni. Þegar Landis var í þann mund að klára handrit að væntanlegri bók um málið á hann að hafa brostið í grát. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri uppfullur af bældum tilfinningum,“ er haft eftir honum.
Bandaríkin Einu sinni var... Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira