Fótbolti

Stór­lið Arsenal ó­vænt úr leik í Meistara­deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Cloe Lacasse hughreystir hér markvörðinn Manuela Zinsberger eftir tap Arsenal í gær.
Cloe Lacasse hughreystir hér markvörðinn Manuela Zinsberger eftir tap Arsenal í gær. Vísir/Getty

Arsenal er úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn París FC í forkeppninni í gær. Arsenal komst alla leið í undanúrslit í keppninni í fyrra.

Lið Arsenal er eitt af stórliðunum í Evrópuboltanum bæði í karla- og kvennaflokki. Í fyrra komst kvennalið félagsins alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið féll úr leik gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og liðsfélögum hennar í Wolfsburg.

Arsenal er hins vegar úr leik í keppninni í ár. Liðið tryggði sér sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar með því að lenda í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra og mætti París FC í gær.

Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Arsenal beið lægri hlut en stórstjörnur eins og Alessia Russo, Amanda Iliested, Vivianne Miedema og auðvitað hin hálfíslenska Cloe Lacasse þurfa því að sætta sig við að horfa á keppnina í sjónvarpinu þetta árið. Lacasse var í byrjunarliði Arsenal í gær og lék allan leikinn.

„Við erum ekki búin að ná þessu. Þetta er sárt,“ sagði knattspyrnustjóri Arsenal eftir leikinn, hinn sænski Jonas Eidevall.

Frida Maanum og Russo klikkuðu báðar í vítaspyrnukeppninni en París FC, sem lenti í þriðja sæti frönsku deildarinnar í fyrra á eftir meisturum Lyon og PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×