Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. september 2023 07:33 Svo virðist sem tveir skutlar hafi verið notaðir á dýrið en samtökin segja að meðfylgjandi myndir hafi verið teknar af liðsmönnum samtakanna í hvalstöðinni snemma í morgun. Paul Watson Foundation Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. Tvö dýr höfðu verið drepin í gærdag en Morgunblaðið greinir frá því að Hvalur 9 hafi náð öðru dýri í gærkvöldi. Þar er haft eftir stöðvarstjóranum í hvalstöðinni að veiðarnar hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir aðstæður en blindaþoka og leiðindaveður var á svæðinu. Hann segir ennfremur ólíklegt að skipin fari aftur út á næstunni vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Paul Watson Foundation Dýraverndunarsamtökin Paul Watson Foundation sendu fréttastofu myndir af því þegar hvalirnir voru dregnir á land í hvalstöðinni í Hvalfirði snemma í morgun. Imogen Sawyer, talskona samtakanna segir að á myndunum megi augljóslega sjá að eitt dýrið hið minnsta hafi verið skotið tvisvar sinnum með hvalskutli. Einn skutullinn virðist hafa hafnað fyrir ofan kjaft dýrsins og hinn í síðu þess. Paul Watson Foundation Samtökin segja þetta þetta augljóst brot á dýraverndarlögunum en í nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum sem Svandís Svavarsdóttir setti áður en veiðar voru heimilaðar að nýju segir að ávallt skuli stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Að mati samtakanna er ómögulegt að það hafi tekist í þessu tilfelli þar sem það taki rúmar 120 sekúndur að hlaða skutulbyssuna og skjóta á ný. Þetta vinnulag samræmist ekki íslenskum lögum um velferð dýra að mati samtakanna. Hvalveiðar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Tvö dýr höfðu verið drepin í gærdag en Morgunblaðið greinir frá því að Hvalur 9 hafi náð öðru dýri í gærkvöldi. Þar er haft eftir stöðvarstjóranum í hvalstöðinni að veiðarnar hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir aðstæður en blindaþoka og leiðindaveður var á svæðinu. Hann segir ennfremur ólíklegt að skipin fari aftur út á næstunni vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Paul Watson Foundation Dýraverndunarsamtökin Paul Watson Foundation sendu fréttastofu myndir af því þegar hvalirnir voru dregnir á land í hvalstöðinni í Hvalfirði snemma í morgun. Imogen Sawyer, talskona samtakanna segir að á myndunum megi augljóslega sjá að eitt dýrið hið minnsta hafi verið skotið tvisvar sinnum með hvalskutli. Einn skutullinn virðist hafa hafnað fyrir ofan kjaft dýrsins og hinn í síðu þess. Paul Watson Foundation Samtökin segja þetta þetta augljóst brot á dýraverndarlögunum en í nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum sem Svandís Svavarsdóttir setti áður en veiðar voru heimilaðar að nýju segir að ávallt skuli stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Að mati samtakanna er ómögulegt að það hafi tekist í þessu tilfelli þar sem það taki rúmar 120 sekúndur að hlaða skutulbyssuna og skjóta á ný. Þetta vinnulag samræmist ekki íslenskum lögum um velferð dýra að mati samtakanna.
Hvalveiðar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira