Saltdreifaramálið fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 13:15 Halldór Margeir er hér undir teppinu á leið inn í dómsal í héraði. Vísir Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni tveggja manna sem hlutu þunga fangelsisdóma í Saltdreifaramálinu svokallaða. Þeir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í júlí síðastliðinn vegna niðurstöðu Landsréttar í máli þeirra. Guðlaugur Agnar hlaut átta ára fangelsisdóm og Halldór Margeir tíu ára. Landsréttur hafði mildað dóma þeirra beggja um tvö ár. Þeir voru sakfelldir ásamt öðrum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi með því að hafa staðið saman að innflutningi á saltdreifara sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva hingað til lands frá Hollandi í félagi með tveimur óþekktum erlendum mönnum, móttekið tækið og fíkniefnin og haft í vörslum sínum á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Þá var Halldór Margeir einnig sakfelldur fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sama sveitabæ. Dómurinn bæði efnis- og formlega rangur Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Guðlaugur Agnar byggi á því að dómur Landsréttar sé rangur að formi til. Vísi hann meðal annars til þess að Landsréttur hafi ranglega talið að krafa hans um synjun upptöku sem fjallað er um í héraðsdómi hafi fyrst komið fram í greinargerð til Landsréttar. Þá vísi hann til þess að við útgáfu ákæru hafi rannsókn lögreglu hvergi nærri verið lokið. Einnig byggi hann á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Vísi hann einkum til þess að niðurstaða Landsréttar byggist á sönnunarmati sem standist ekki þær kröfur sem gera verði í sakamálum, meðal annars um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Jafnframt þurfi Hæstiréttur að taka afstöðu til þess hvort svokölluð EncroChat-gögn verði lögð til grundvallar sakfellingu leyfisbeiðanda. Loks hafi Landsréttur brugðist skyldu sinni til að skoða hvort hann og meðákærðu hafi verið hlutdeildarmenn í broti. Fjallað hefur verið ítarlega um EncroChat-gögnin svokölluðu, sem voru nokkuð veigamikill hluti af málatilbúnaði ákæruvaldsins. Gögnin ónothæf sem sönnunargagn Halldór Margeir byggi hins vegar á því að áfrýjun varði atriði sem hafi verulega almenna þýðingu sem mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um. Byggi hann á því að ástæða sé til að ætla að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Dómurinn sé að mestu órökstuddur og aðeins að takmörkuðu leyti tekin rökstudd afstaða til varna hans. Þá gerir hann athugasemdir við notkun EncroChat-gagna sem sakfelling hans hafi verið reist á. Hann byggi á því að gögnin séu ónothæf sem sönnunargögn í sakamáli enda liggi ekkert fyrir um uppruna þeirra, vörslur, hvernig öryggi þeirra hafi verið tryggt og þeim miðlað. Loks geri hann athugasemdir við rannsókn lögreglu á símum og skort á greiningu hennar á fjármálum hans. Gæti haft verulega þýðingu Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu þeirra Halldórs Margeirs og Guðlaugs Agnars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Að virtum gögnum málsins verði hins vegar að telja að dómsúrlausn um öflun og meðferð gagna við rannsókn máls, sönnunarfærslu svo og heimfærslu til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41 Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Þeir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í júlí síðastliðinn vegna niðurstöðu Landsréttar í máli þeirra. Guðlaugur Agnar hlaut átta ára fangelsisdóm og Halldór Margeir tíu ára. Landsréttur hafði mildað dóma þeirra beggja um tvö ár. Þeir voru sakfelldir ásamt öðrum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi með því að hafa staðið saman að innflutningi á saltdreifara sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva hingað til lands frá Hollandi í félagi með tveimur óþekktum erlendum mönnum, móttekið tækið og fíkniefnin og haft í vörslum sínum á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Þá var Halldór Margeir einnig sakfelldur fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sama sveitabæ. Dómurinn bæði efnis- og formlega rangur Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Guðlaugur Agnar byggi á því að dómur Landsréttar sé rangur að formi til. Vísi hann meðal annars til þess að Landsréttur hafi ranglega talið að krafa hans um synjun upptöku sem fjallað er um í héraðsdómi hafi fyrst komið fram í greinargerð til Landsréttar. Þá vísi hann til þess að við útgáfu ákæru hafi rannsókn lögreglu hvergi nærri verið lokið. Einnig byggi hann á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Vísi hann einkum til þess að niðurstaða Landsréttar byggist á sönnunarmati sem standist ekki þær kröfur sem gera verði í sakamálum, meðal annars um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Jafnframt þurfi Hæstiréttur að taka afstöðu til þess hvort svokölluð EncroChat-gögn verði lögð til grundvallar sakfellingu leyfisbeiðanda. Loks hafi Landsréttur brugðist skyldu sinni til að skoða hvort hann og meðákærðu hafi verið hlutdeildarmenn í broti. Fjallað hefur verið ítarlega um EncroChat-gögnin svokölluðu, sem voru nokkuð veigamikill hluti af málatilbúnaði ákæruvaldsins. Gögnin ónothæf sem sönnunargagn Halldór Margeir byggi hins vegar á því að áfrýjun varði atriði sem hafi verulega almenna þýðingu sem mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um. Byggi hann á því að ástæða sé til að ætla að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Dómurinn sé að mestu órökstuddur og aðeins að takmörkuðu leyti tekin rökstudd afstaða til varna hans. Þá gerir hann athugasemdir við notkun EncroChat-gagna sem sakfelling hans hafi verið reist á. Hann byggi á því að gögnin séu ónothæf sem sönnunargögn í sakamáli enda liggi ekkert fyrir um uppruna þeirra, vörslur, hvernig öryggi þeirra hafi verið tryggt og þeim miðlað. Loks geri hann athugasemdir við rannsókn lögreglu á símum og skort á greiningu hennar á fjármálum hans. Gæti haft verulega þýðingu Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu þeirra Halldórs Margeirs og Guðlaugs Agnars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Að virtum gögnum málsins verði hins vegar að telja að dómsúrlausn um öflun og meðferð gagna við rannsókn máls, sönnunarfærslu svo og heimfærslu til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41 Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41
Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28