Krabbameinsgreiningum hjá yngri en 50 ára fjölgað um 80 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2023 07:27 Ríflega milljón manns undir 50 ára deyja árlega af völdum krabbameins. Vísir/Vilhelm Einstaklingum sem greinast með krabbamein áður en þeir verða 50 ára fjölgaði um 79 prósent á árunum 1990 til 2019. Dauðsföllum af völdum krabbameins fjölgaði um 27 prósent í umræddum aldurshóp. Þetta eru niðurstöður vísindamanna við University of Edinburgh og Zhejiang University School of Medicine í Hangzhou í Kína. Rannsóknin tók til gagna frá 204 ríkjum en fjölgunin var einna mest í Norður-Ameríku, Eyjaálfu og Vestur-Evrópu. Niðurstöðurnar styðja við eldri rannsóknir en yfirlit yfir krabbameinsskrár 44 ríkja árið 2022 leiddi í ljós að fjórtán tegundir af krabbameinum væru að greinast oftar en áður meðal yngra fólks. Aðstandendur þeirrar rannsóknar sögðu aukninguna ekki skýrast af auknum skimunum eða rannsóknum. Það væri líklegra að um væri að ræða blöndu af áhættuþáttum, þekktum og óþekktum. Áhættuþættir krabbameins eru margir, til að mynda reykingar, áfengisneysla, hreyfingarleysi, offita, mengun og óhollt matarræði. Rannsakendurnir í Skotlandi og Kína segja erfðir eflaust eiga þátt að máli en benda einnig á að tóbak og áfengi og mikil neysla rauðs kjöts og salts séu helstu áhættuþættirnir hjá ungu fólki. Hreyfingarleysi, ofþyngd og hár blóðsykur eigi svo einnig þátt að máli. Þess ber að geta að þrátt fyrir þessa miklu fjölgun krabbameinsgreininga meðal yngra fólks er krabbamein hjá 50 ára og yngri enn óalgengt. Níu af hverjum tíu krabbameinum greinast hjá þeim sem eru eldri en 50 ára. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Vísindi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Þetta eru niðurstöður vísindamanna við University of Edinburgh og Zhejiang University School of Medicine í Hangzhou í Kína. Rannsóknin tók til gagna frá 204 ríkjum en fjölgunin var einna mest í Norður-Ameríku, Eyjaálfu og Vestur-Evrópu. Niðurstöðurnar styðja við eldri rannsóknir en yfirlit yfir krabbameinsskrár 44 ríkja árið 2022 leiddi í ljós að fjórtán tegundir af krabbameinum væru að greinast oftar en áður meðal yngra fólks. Aðstandendur þeirrar rannsóknar sögðu aukninguna ekki skýrast af auknum skimunum eða rannsóknum. Það væri líklegra að um væri að ræða blöndu af áhættuþáttum, þekktum og óþekktum. Áhættuþættir krabbameins eru margir, til að mynda reykingar, áfengisneysla, hreyfingarleysi, offita, mengun og óhollt matarræði. Rannsakendurnir í Skotlandi og Kína segja erfðir eflaust eiga þátt að máli en benda einnig á að tóbak og áfengi og mikil neysla rauðs kjöts og salts séu helstu áhættuþættirnir hjá ungu fólki. Hreyfingarleysi, ofþyngd og hár blóðsykur eigi svo einnig þátt að máli. Þess ber að geta að þrátt fyrir þessa miklu fjölgun krabbameinsgreininga meðal yngra fólks er krabbamein hjá 50 ára og yngri enn óalgengt. Níu af hverjum tíu krabbameinum greinast hjá þeim sem eru eldri en 50 ára.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Vísindi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira