Fótbolti

Prumpaði í beinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Augnablikið þegar Neil Lennon lét vaða.
Augnablikið þegar Neil Lennon lét vaða.

Neil Lennon, fyrrverandi knattspyrnustjóri Celtic, lenti í óheppilegu atviki þegar hann var að greina leik Celtic og Rangers í sjónvarpi um helgina.

Lennon var sérfræðingur í þættinum The Football Show og fór yfir stórleik erkifjendanna Celtic og Rangers. Celtic vann leikinn með einu marki gegn engu.

Það sem Lennon sagði hefur ekki vakið athygli, allavega ekki jafn mikla og annað hljóð sem hann gaf frá sér. Lennon virtist nefnilega reka við í beinni útsendingu eins og sjá má hér fyrir neðan.

Atvikið hefur vakið mikla athygli og netverjar virðast sammála um að það sé hafið yfir allan vafa að Lennon hafi rekið við í beinni útsendingu.

Lennon stýrði Celtic á árunum 2010-14 og 2019-21 og gerði liðið fimm sinnum að skoskum meisturum. Síðast var hann stjóri Omonia á Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×