Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2023 15:47 Gestir á Glastonbury-tónlistarhátðinni anda að sér hlátursgasi úr blöðrum árið 2019. Neysla gassins verður bönnuð í Bretlandi frá og með áramótum. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. Nituroxíð er gjarnan þekkt sem hlátursgas. Það er annað vinsælasta vímuefnið á eftir kannabisi hjá ungmennum á aldrinum sextán til 24 ára, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Hún sagði nýlega frá því að sjúkrahússinnlögnum sem tengjast neyslu gassins hefði fjölgað verulega að undanförnu. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að þeir sem eru gripnir við að neyta hlátursgass geti átt von á sektum og jafnvel fangelsisdómum. Lögreglueftirlit með þekktum neyslustöðum gassins verði aukið til þess að hægt sé að refsa sökudólgum hratt og örugglega. „Breska þjóðin er komin með upp í kok af götustrákum (e. yobs) sem misnota eiturlyf í almannarými og skilja eftir sig skammarlegt drasl sem aðrir þurfa að þrífa upp,“ er haft eftir Suellu Braverman, innanríkisráðherranum. Ætlunin er að lýsa nituroxíð skráð ávana- og fíkniefni, í flokki með ýmsum slævandi efnum og sterum. Neytendur gassins gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og seljendur allt að fjórtán ár. Myndir af tómum gashylkjum sem gestir á fjölsóttum tónlistarhátíðum í Bretlandi í sumar hafa vakið hörð viðbrögð sumra en neyslu gassins hefur verið umdeild í Bretlandi um skeið. Sky greindi frá því að símtölum í neyðarlínu vegna eitrunar af völdum gassins hefði fjölgað þrefalt á einu ári. Þau voru 213 í fyrra. Tilkynningarnar voru af ýmsum toga. Fólk er sagt hafa misst hreyfigetu, átt við geðræn vandamál að stríða og kynlífsvandamál. Tveir sjúklingar hafi þurft að láta tappa af þrýstingi af heila til þess að bjarga sjón sinni. Í verstu tilfellum er nituroxíð sagt geta valdið dauða. Nokkuð hefur verið fjallað um nituroxíðgasneyslu íslenskra ungmenna í sumar. Rekstraraðili Strætó í Reykjanesbæ sagði frá því í síðasta mánuði að tóm gashylki fyndust í síauknum mæli í strætisvögnum þar. Bretland Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Nituroxíð er gjarnan þekkt sem hlátursgas. Það er annað vinsælasta vímuefnið á eftir kannabisi hjá ungmennum á aldrinum sextán til 24 ára, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Hún sagði nýlega frá því að sjúkrahússinnlögnum sem tengjast neyslu gassins hefði fjölgað verulega að undanförnu. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að þeir sem eru gripnir við að neyta hlátursgass geti átt von á sektum og jafnvel fangelsisdómum. Lögreglueftirlit með þekktum neyslustöðum gassins verði aukið til þess að hægt sé að refsa sökudólgum hratt og örugglega. „Breska þjóðin er komin með upp í kok af götustrákum (e. yobs) sem misnota eiturlyf í almannarými og skilja eftir sig skammarlegt drasl sem aðrir þurfa að þrífa upp,“ er haft eftir Suellu Braverman, innanríkisráðherranum. Ætlunin er að lýsa nituroxíð skráð ávana- og fíkniefni, í flokki með ýmsum slævandi efnum og sterum. Neytendur gassins gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og seljendur allt að fjórtán ár. Myndir af tómum gashylkjum sem gestir á fjölsóttum tónlistarhátíðum í Bretlandi í sumar hafa vakið hörð viðbrögð sumra en neyslu gassins hefur verið umdeild í Bretlandi um skeið. Sky greindi frá því að símtölum í neyðarlínu vegna eitrunar af völdum gassins hefði fjölgað þrefalt á einu ári. Þau voru 213 í fyrra. Tilkynningarnar voru af ýmsum toga. Fólk er sagt hafa misst hreyfigetu, átt við geðræn vandamál að stríða og kynlífsvandamál. Tveir sjúklingar hafi þurft að láta tappa af þrýstingi af heila til þess að bjarga sjón sinni. Í verstu tilfellum er nituroxíð sagt geta valdið dauða. Nokkuð hefur verið fjallað um nituroxíðgasneyslu íslenskra ungmenna í sumar. Rekstraraðili Strætó í Reykjanesbæ sagði frá því í síðasta mánuði að tóm gashylki fyndust í síauknum mæli í strætisvögnum þar.
Bretland Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08