Innlent

Þrír hand­teknir í að­gerðum lög­reglu í Flúða­seli

Atli Ísleifsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu í Flúðaseli í morgun.
Frá aðgerðum lögreglu í Flúðaseli í morgun. Aðsend

Þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í húsi í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun.

Þetta staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. 

Hann segir að aðgerðum sé að ljúka og að almenningi stafi ekki hætta af. Hann segir að lögregla hafi notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra í aðgerðunum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Eiríkur segir að líkur séu á að lögregla muni senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag.

Hann segir að allir mennirnir þrír hafi verið handteknir á sama stað.

Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Fréttin var uppfærð klukkan 13:13.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×