Þá er lögregla á staðnum og hefur verið í alla nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu virðist einnig sem nokkrir úr áhöfn skipanna séu um borð.
Anahita og Elissa hafa nú verið uppi í möstrunum í rúman sólahring.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Micah Garen, sem er vinur og samstarfsmaður Anahitu, segir hana hvorki hafa fengið vatn né mat frá því að lögregla tók af henni vistirnar í gærmorgun.

Hann hafi reynt að hringja í 112 til að fá aðstoð fyrir hana en sé vísað á lögreglu. Þannig virðist sem lögregla stjórni því algjörlega hvort Anahita fær vott eða þurrt. Stuðningsmenn Anahitu og Elissu báðu lögreglu um að koma vatni til Anahitu í gær en ekki var orðið við því.

Uppfært kl. 9.05:
Lögreglumenn hafa sést bera töskur um borð í skipin. Þá hafa stuðningsmenn Anahitu og Elissu hafið raust sína og syngja nú What a Wonderful World.
Fréttastofa fullyrti fyrr í morgun að sérsveitin væri mætt á vettvang en svo er ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Við biðjumst afsökunar á þessum misskilningi.

