Sjáðu mörkin úr lokaumferð Bestu deildar karla: Magnað mark tryggði Víkingum sigur Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 10:01 Danijel Dejan Djuric reyndist hetja Víkinga gegn Fram Vísir/Hulda Margrét Tuttugu og eitt mark var skorað í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í í gær. Nú er endanleg niðurröðun liða fyrir úrslitakeppni deildarinnar, sem hefst þann 16. september næstkomandi, ráðin. Víkingur Reykjavík er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Þetta varð ljóst eftir 3-2 dramatískan útisigur liðsins á Fram í Úlfarsárdal þar sem að glæsilegt sigurmark leit dagsins ljós á lokamínútunum. Klippa: Víkingar einum sigri frá titlinum eftir fimm marka spennutrylli Í opnum og fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg færi til þess að skora nýttu Víkingar færi sín betur. Víkingar búa við þann munað að geta sett Matthías Vilhjálmsson, Niko Hansen og Danijel Dejan Djuric inná af varamannabekknum. Danijel Djuric gerði gæfumuninn í þessum leik með gæðum í spyrnu sinni. Evrópuþynnka í Blikum Eftir glæst afrek fyrr í vikunni mættu leikmenn Breiðabliks aftur til leiks í Bestu deildinni á heimavelli gegn FH í gær. Blikar tryggðu sér, eins og frægt er orðið sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á dögunum, en þurftu að sætta sig við 3-0 tap gegn FH. Klippa: Evrópuþynnkan sótti hart að Blikum FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Dramatíkin allsráðandi í Eyjum ÍBV og KR gerðu stormasamt og hádramatískt jafntefli í Vestmannaeyjum í gær. Eyjamenn gáfust ekki upp og sýndu mikinn karakter í því að vinna sig inn í leikinn. Klippa: Dramatíkin algjör er ÍBV og KR tókust á Þótt mikið hefði verið í húfi fyrir leikinn þýðir jafntefli að liðin enda daginn í sömu stöðu og þau hófu hann. KR-ingar nældu sér í 6. sætið sem þýðir að þeir fá að keppa í efri hluta Bestu deildar í ár en ÍBV endar í 11. sæti og munu því hefja erfiða baráttu um líf sitt í efstu deild þegar neðri hluti deildarinnar hefst eftir landsleikjahlé. Jafntefli í Árbænum Fylkir og KA mættust á Wurthvellinum í Árbænum og skiptu þar með sér stigunum. Ljóst er að bæði lið munu leika í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar eftir landsleikjahléið. Klippa: Fylkir og KA tókust á í Árbænum Stjarnan rétti úr kútnum um leið Stjarnan kom inn í leik gærdagsins gegn Keflavík eftir tap gegn KA í síðustu umferð. Stjörnunni nægði jafntefli til að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppni efri hluta Bestu en bætti um betur og fór af hólmi með öruggan 3-0 sigur. Klippa: Stjarnan tyrggði sér endanlega sæti í efri hlutanum Valsmenn frestuðu fagnaðarlátum Víkinga Fyrir lokaumferðina var ljóst að ef Víkingar myndu vinna sinn leik gegn Fram og Valur tapa sínum gegn FH, yrðu Víkingar Íslandsmeistarar. Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að færa Víkingum titilinn með tapi en liðið var afar sannfærandi í leik sínum og vann að lokum 4-1 sigur á HK. Klippa: Valsmenn ekki í vandræðum með HK HK fer í neðri hlutan þar sem liðið mun sennilega ekki berjast um mikið annað en 7. sætið og Forsetabikarinn góða. Valur er á leið í efri hluta deildarinnar og þarf á algjöru kraftaverki að halda til að ná Víkingum sem eru með 9 fingur á skyldinum góða. Besta deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir 3-2 dramatískan útisigur liðsins á Fram í Úlfarsárdal þar sem að glæsilegt sigurmark leit dagsins ljós á lokamínútunum. Klippa: Víkingar einum sigri frá titlinum eftir fimm marka spennutrylli Í opnum og fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg færi til þess að skora nýttu Víkingar færi sín betur. Víkingar búa við þann munað að geta sett Matthías Vilhjálmsson, Niko Hansen og Danijel Dejan Djuric inná af varamannabekknum. Danijel Djuric gerði gæfumuninn í þessum leik með gæðum í spyrnu sinni. Evrópuþynnka í Blikum Eftir glæst afrek fyrr í vikunni mættu leikmenn Breiðabliks aftur til leiks í Bestu deildinni á heimavelli gegn FH í gær. Blikar tryggðu sér, eins og frægt er orðið sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á dögunum, en þurftu að sætta sig við 3-0 tap gegn FH. Klippa: Evrópuþynnkan sótti hart að Blikum FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Dramatíkin allsráðandi í Eyjum ÍBV og KR gerðu stormasamt og hádramatískt jafntefli í Vestmannaeyjum í gær. Eyjamenn gáfust ekki upp og sýndu mikinn karakter í því að vinna sig inn í leikinn. Klippa: Dramatíkin algjör er ÍBV og KR tókust á Þótt mikið hefði verið í húfi fyrir leikinn þýðir jafntefli að liðin enda daginn í sömu stöðu og þau hófu hann. KR-ingar nældu sér í 6. sætið sem þýðir að þeir fá að keppa í efri hluta Bestu deildar í ár en ÍBV endar í 11. sæti og munu því hefja erfiða baráttu um líf sitt í efstu deild þegar neðri hluti deildarinnar hefst eftir landsleikjahlé. Jafntefli í Árbænum Fylkir og KA mættust á Wurthvellinum í Árbænum og skiptu þar með sér stigunum. Ljóst er að bæði lið munu leika í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar eftir landsleikjahléið. Klippa: Fylkir og KA tókust á í Árbænum Stjarnan rétti úr kútnum um leið Stjarnan kom inn í leik gærdagsins gegn Keflavík eftir tap gegn KA í síðustu umferð. Stjörnunni nægði jafntefli til að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppni efri hluta Bestu en bætti um betur og fór af hólmi með öruggan 3-0 sigur. Klippa: Stjarnan tyrggði sér endanlega sæti í efri hlutanum Valsmenn frestuðu fagnaðarlátum Víkinga Fyrir lokaumferðina var ljóst að ef Víkingar myndu vinna sinn leik gegn Fram og Valur tapa sínum gegn FH, yrðu Víkingar Íslandsmeistarar. Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að færa Víkingum titilinn með tapi en liðið var afar sannfærandi í leik sínum og vann að lokum 4-1 sigur á HK. Klippa: Valsmenn ekki í vandræðum með HK HK fer í neðri hlutan þar sem liðið mun sennilega ekki berjast um mikið annað en 7. sætið og Forsetabikarinn góða. Valur er á leið í efri hluta deildarinnar og þarf á algjöru kraftaverki að halda til að ná Víkingum sem eru með 9 fingur á skyldinum góða.
Besta deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira