Mótmælin síðasta úrræði til að koma í veg fyrir veiðar Lovísa Arnardóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 4. september 2023 09:01 Micah segir Anahitu ekki vera með vatn eða mat og að hann óttist öryggi hennar um borð í hvalveiðiskipinu. Vísir/Vilhelm Kvikmyndagerðarmaðurinn og hvalveiði-mótmælandinn Micah Garen segir það síðasta úrræði Anahitu Babaei að fara um borð í hvalveiðiskipið til að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson haldi til hvalveiða í dag. Micah hefur verið við hvalveiðiskip Hvals hf. síðan í nótt og fylgdist með Anahitu Babaei, öðrum mótmælandanum, klifra upp í mastur skipsins. „Lögreglan og slökkvilið voru mætt frekar fljótt og slökkviliðið fór strax upp í körfu til hennar. Ég gat aðeins horft héðan af höfninni en mér skilst að þeir hafi reynt að toga hana niður. Þau tóku af henni töskuna og símann,“ segir Micah og að hans mati hafi slökkviliðið verið mjög aðgangshart í aðgerðum sínum. Sérstaklega með tilliti til þess að mótmælin eru ekki ofbeldisfull og að ekkert sé búið að skemma í skipinu. „Ég var hissa að sjá þetta. En svo fóru þeir,“ segir Micah. Kristján Loftsson heldur líklega til veiða í dag nú þegar veður er orðið betra en Micah á þó ekki von á því að Anahita og Eliza, hinn mótmælandinn, komi niður af fúsum og frjálsum vilja. „Miðað við það sem ég veit er þetta síðasta úrræði Anahita,“ segir Micah. Viðkvæmt mál Spurður hvort að hún sé með mat tekur hann sé langa stund til að svara og á augljóslega erfitt með það vegna tilfinninga sinna. „Þetta er viðkvæmt af tveimur ástæðum. Önnur er sú að langreyðar sem eru í útrýmingarhættu eiga nú í hættu að vera veiddir og hin er sú að hér er einstaklingur að setja sig í mikla hættu til að reyna að koma viti fyrir fólk. Það vill enginn gera þetta svona. Hún vill það ekki en þetta er hennar síðasta úrræði. Af hverju þarf hún að gera þetta?“ spyr hann og segist óttast um öryggi hennar. Spurður hvort að hann telji þessa aðgerð munu hafa raunveruleg áhrif segir Micah vonast til þess. Hann segir allan heiminn fylgjast með og að það sé brjálæði að einn maður fái að veiða þegar svo margt segi að það ætti ekki að gera það. „Ég held að við þurfum öll að draga djúpt andann og skilja að þessar fallegu verur, langreyðarnar, þurfa á vernd að halda. Við ættum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að tryggja það öryggi.“ Hvalveiðar Hvalir Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir „Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03 Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Micah hefur verið við hvalveiðiskip Hvals hf. síðan í nótt og fylgdist með Anahitu Babaei, öðrum mótmælandanum, klifra upp í mastur skipsins. „Lögreglan og slökkvilið voru mætt frekar fljótt og slökkviliðið fór strax upp í körfu til hennar. Ég gat aðeins horft héðan af höfninni en mér skilst að þeir hafi reynt að toga hana niður. Þau tóku af henni töskuna og símann,“ segir Micah og að hans mati hafi slökkviliðið verið mjög aðgangshart í aðgerðum sínum. Sérstaklega með tilliti til þess að mótmælin eru ekki ofbeldisfull og að ekkert sé búið að skemma í skipinu. „Ég var hissa að sjá þetta. En svo fóru þeir,“ segir Micah. Kristján Loftsson heldur líklega til veiða í dag nú þegar veður er orðið betra en Micah á þó ekki von á því að Anahita og Eliza, hinn mótmælandinn, komi niður af fúsum og frjálsum vilja. „Miðað við það sem ég veit er þetta síðasta úrræði Anahita,“ segir Micah. Viðkvæmt mál Spurður hvort að hún sé með mat tekur hann sé langa stund til að svara og á augljóslega erfitt með það vegna tilfinninga sinna. „Þetta er viðkvæmt af tveimur ástæðum. Önnur er sú að langreyðar sem eru í útrýmingarhættu eiga nú í hættu að vera veiddir og hin er sú að hér er einstaklingur að setja sig í mikla hættu til að reyna að koma viti fyrir fólk. Það vill enginn gera þetta svona. Hún vill það ekki en þetta er hennar síðasta úrræði. Af hverju þarf hún að gera þetta?“ spyr hann og segist óttast um öryggi hennar. Spurður hvort að hann telji þessa aðgerð munu hafa raunveruleg áhrif segir Micah vonast til þess. Hann segir allan heiminn fylgjast með og að það sé brjálæði að einn maður fái að veiða þegar svo margt segi að það ætti ekki að gera það. „Ég held að við þurfum öll að draga djúpt andann og skilja að þessar fallegu verur, langreyðarnar, þurfa á vernd að halda. Við ættum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að tryggja það öryggi.“
Hvalveiðar Hvalir Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir „Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03 Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Manneskjan sem þeir eiga að vera að stöðva er Kristján Loftsson“ „Við erum hér því að þrátt fyrir mótmæli út um allan heim og þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga vilji binda enda á hvalveiðar ákvað Svandís að lyfta hvalveiðibanninu og leyfa Loftssyni að veiða yfir 200 hvali. 4. september 2023 08:03
Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39