Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 10:15 Carlos Galera vakti athygli á stórhættulegu athæfi kvennanna inn á hópnum „Stupid things people do in Iceland“. Carlos Mondragón Galera Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum. Í gær birti Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company myndir á Facebook hópnum „Stupid things people do in Iceland“, eða „heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi“. Á myndunum sést hópur fólks í flæðamálinu með kraftmiklar öldur rétt fyrir aftan sig. Ein úr hópnum er eldri kona með göngugrind. Eins og sést voru aðstæður í Reynisfjöru hættulegar í gær eins og oft áður.Carlos Mondragón Galera Segir upplýsingamiðlun of flókna Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður, segir í samtali við Vísi að viðvörunarkerfi á svæðinu sé ekki að virka sem skyldi og að ferðamenn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir hættunni. Þetta upplýsingakerfi er ekki að virka á neinn hátt. Ég hef mjög oft séð það, upplýsingamiðlun er of flókin. Það er alltaf gult ljós sama hvernig aðstæður eru. Hann segist oft hafa verið á svæðinu með hóp fólks sem skilur ekki leiðbeiningarnar því þær eru ekki á tungumáli sem þau skilji og nefnir til dæmis að engar leiðbeiningar séu á frönsku. Okkar að leysa þessi mál Þórarinn er ekki hneykslaður á athæfi ferðamannana í gær. „Við getum ekki gengið út frá því að fólk sé hálfvitar, við lifum á þessu fólki. Það þarf að passa fordóma gagnvart fólki til dæmis frá Asíu sem kemur úr allt öðru umhverfi. Það er okkar að leysa þessi mál.“ Lausnina telur Þórarinn felast í að ráða verði á staðinn. „Ég vill bara hafa einn brjálaðan vörð á vakt, skil ekki af hverju við getum ekki fjárfest í einum baywatch. Mér finnst til skammar að við tímum ekki að ráða tvo verði á sólarhring miðað við alla peningana sem við fáum frá þessu fólki.“ Í samtali við Dv segist Carlos hafa gefist upp á því að reyna að aðvara fólk. Það hunsi viðvaranir hans og segi honum að skipta sér ekki af. Þórarinn segist skilja Carlos vel. „Ég hef ekki fengið dónaleg viðbrögð. En ég skil hann vel þegar hann talar um þessa uppgjöf. Það er ákveðin þreyta og uppgjöf hjá leiðsögumönnum. Ég vill að við geru kröfu um vöktun. Mér finnst við skulda fólki það.“ Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Eldri borgarar Slysavarnir Tengdar fréttir Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum. Í gær birti Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company myndir á Facebook hópnum „Stupid things people do in Iceland“, eða „heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi“. Á myndunum sést hópur fólks í flæðamálinu með kraftmiklar öldur rétt fyrir aftan sig. Ein úr hópnum er eldri kona með göngugrind. Eins og sést voru aðstæður í Reynisfjöru hættulegar í gær eins og oft áður.Carlos Mondragón Galera Segir upplýsingamiðlun of flókna Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður, segir í samtali við Vísi að viðvörunarkerfi á svæðinu sé ekki að virka sem skyldi og að ferðamenn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir hættunni. Þetta upplýsingakerfi er ekki að virka á neinn hátt. Ég hef mjög oft séð það, upplýsingamiðlun er of flókin. Það er alltaf gult ljós sama hvernig aðstæður eru. Hann segist oft hafa verið á svæðinu með hóp fólks sem skilur ekki leiðbeiningarnar því þær eru ekki á tungumáli sem þau skilji og nefnir til dæmis að engar leiðbeiningar séu á frönsku. Okkar að leysa þessi mál Þórarinn er ekki hneykslaður á athæfi ferðamannana í gær. „Við getum ekki gengið út frá því að fólk sé hálfvitar, við lifum á þessu fólki. Það þarf að passa fordóma gagnvart fólki til dæmis frá Asíu sem kemur úr allt öðru umhverfi. Það er okkar að leysa þessi mál.“ Lausnina telur Þórarinn felast í að ráða verði á staðinn. „Ég vill bara hafa einn brjálaðan vörð á vakt, skil ekki af hverju við getum ekki fjárfest í einum baywatch. Mér finnst til skammar að við tímum ekki að ráða tvo verði á sólarhring miðað við alla peningana sem við fáum frá þessu fólki.“ Í samtali við Dv segist Carlos hafa gefist upp á því að reyna að aðvara fólk. Það hunsi viðvaranir hans og segi honum að skipta sér ekki af. Þórarinn segist skilja Carlos vel. „Ég hef ekki fengið dónaleg viðbrögð. En ég skil hann vel þegar hann talar um þessa uppgjöf. Það er ákveðin þreyta og uppgjöf hjá leiðsögumönnum. Ég vill að við geru kröfu um vöktun. Mér finnst við skulda fólki það.“
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Eldri borgarar Slysavarnir Tengdar fréttir Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00