Innlent

Sóttu unglingsstrák í sjálfheldu í Eyrarhlíð

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þyrla Gæslunnar flutti drenginn á Ísafjörð.
Þyrla Gæslunnar flutti drenginn á Ísafjörð. Björgunarsveitir

Björgunarsveitir voru boðaðar út í dag vegna vegna unglingspilts, farþega af skemmtiferðaskipi sem var á Ísafirði, sem hafði klifið upp Eyrarhlíð og var kominn í sjálfheldu í Gleiðarhjalla.

Rétt fyrir klukkan 3 í dag var Björgunarfélag Ísafjarðar og Björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal boðaðar út.

„Fjallabjörgunarfólk hélt upp hlíðina til hans en hann var kominn í bratta kletta og treysti sér ekki lengra, hvorki upp né niður. Um 4 leytið voru fyrstu björgunarmenn komnir að drengnum sem var farinn að kólna en var aðallega ósáttur við sjálfan sig. Óskað hafði verið eftir þyrlu frá Landhelgsigæslu sem var væntanleg rétt fyrir klukkan 5,“ segir í tilkynningu frá Jóni Þór Víglundssyni upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Fjallabjörgunarfólk hélt upp hlíðina til drengsins.Björgunarsveitir

Drengurinn hafi því næst verið færður í föt af björgunarliði meðan beðið var eftir þyrlunni.

„Þyrlan var yfir staðnum skömmu fyrir klukkan 5, og sigmaður seig niður til hópsins og upp með drenginn. Þyrlan flutti hann svo á flugvöllinn á Ísafirði, þaðan sem hann var svo færður aftur til skips, en skemmtiferðaskipið átti að leggja úr höfn klukkan 17.

Björgunarliðar eru nú að ganga frá í fjallinu og fikra sig niður eftir að hafa tryggt björgunarmann meðan hann kom sér niður af sillunni þar sem drengurinn var.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×