Fótbolti

Segir Orra minna sig á eina af skærustu stjörnum Dana á sínum tíma

Aron Guðmundsson skrifar
Orri (fyrir miðju) er í miklum metum hjá Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands
Orri (fyrir miðju) er í miklum metum hjá Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands

Orri Óskars­son, fram­herji danska úr­vals­deildar­fé­lagsins FC Kaup­manna­höfn, er ný­liði í lands­liðs­hópi ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta sem á fyrir höndum leiki gegn Lúxem­borg og Bosníu & Herzegovinu í undan­keppni EM 2024. Age Hareide, lands­liðs­þjálfari Ís­lands hefur miklar mætur á fram­herjanum unga.

Hinn ní­tján ára gamli Orri hefur verið að gera sig gildandi í aðal­liði dönsku meistaranna og hefur á yfir­standandi tíma­bili spilað tíu leiki og skorað fjögur mörk.

Það var ljóst á svörum Age á blaða­manna­fundi í dag fyrir lands­liðs­verk­efnið að hann hefur miklar mætur á fram­herjanum og líkti honum við eina björtustu von danska lands­liðsins á sínum tíma.

„Ég hef séð marga leik­menn í gegnum árin, góða slúttara. Orri minnir mig á Kasper Dol­berg þegar að ég var með hann hjá lands­liði Dan­merkur á sínum tíma. Hann er mikill marka­skorari og frá­bær slúttari.“

Hat trick hero, Orri Óskarsson fór á kostum í liði FC Kaupmannahafnar á móti Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu fyrr í sumar.Vísir/Getty

Orri sé afar á­huga­verður leik­maður.

Og við verðum að koma þessum ungu spennandi leik­mönnum fyrir í A-lands­liðinu. Þar læra þeir af reynslu eldri leik­manna. Þess vegna er Orri með okkur núna. Hann hefur verið að gera mjög vel með FC Kaup­manna­höfn og mun verða enn betri en hann er í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×