Hugmyndir að hollu nesti Íris Hauksdóttir skrifar 30. ágúst 2023 13:20 Fjórar frábærar uppskriftir af hollu og gómsætum grautum. aðsend Anna Eiríksdóttir deildarstjóri hjá Hreyfingu er sannkallaður viskubrunnur þegar kemur að hollu matarræði. Það var því auðsótt að leita ráða hjá henni þegar kemur að hollu nesti nú þegar skólarnir hafa hafið göngu sína á ný. Samhliða því að starfa hjá Hreyfingu er Anna eigandi vefsins annaeiriks.is þar sem hún býður upp á fjarþjálfun og deilir heilsusamlegum uppskriftum. „Þetta eru algjörlega mínar go to uppskriftir þegar kemur að hollu og góðu nesti til að taka með sér í vinnuna eða skólann. Bæði taka þær stuttan tíma að undirbúa og svo er hægt að útbúa þær kvöldinu áður. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að þær eru dásamlega góðar.“ Anna mælir með að gera þennan graut kvöldinu áður.aðsend Kanilgrautur Æðislegur næturgrautur með kanil sem gott er að gera um kvöld og gæða sér svo á daginn eftir sem morgunverð eða nesti í vinnuna eða skólann. Einfaldur, hollur og góður grautur sem þið verðið að prófa. 1 dl haframjöl frá Muna 2 dl möndlumjólk 1 msk chiafræ 1/2 bolli grísk jógúrt með vanillu (ég notaði frá Biobu) 1 tsk kanill frá Muna Öllu hrært saman og sett í lokað ílát og geymt í ísskáp yfir nótt eða lágmark tvær klukkustundir. Anna segir alla snickersaðdáendur verða að prófa þessa uppskrift.aðsend Snickersgrautur Ef þið elskið Snickers en viljið eitthvað hollt og gott, þá eigið þið eftir að elska þennan kalda graut. Hann er góður í morgunmat, hádegismat eða sem gott millimál. Þið verðið að prófa. 1 dl haframjöl frá Muna Vanilluprótein frá Now 1 dl möndlumjólk Smá skvetta Agave síróp Krem 1 dl grísk jógúrt 1 msk hnetusmjör Súkkulaðiskel 2 renndur dökkt súkkulaði brætt 1/3 tsk. kókosolía Haframjöl, vanilluprótein, möndlumjólk og Agave síróp hrært saman og hellt í litla skál. Grísk jógúrt og hnetusmjör hrært saman og hellt ofan á hafrablönduna og sett í ísskáp í 2 klst. Súkkulaðið brætt og hrært saman við dreitil af kókosolíu og hellt yfir grautinn og hann settur aftur í ísskáp og kældur þar til súkkulaðið hefur harðnað. Gott er að setja nokkrar kasjúhnetur á toppinn áður en þið gæðið ykkur á grautnum. Hollur hindberjagrautur fullkominn morgunverður.aðsend Hindberjagrautur Dásamlegur hindberjagrautur sem algjör snilld er að útbúa kvöldinu áður en maður gæðir sér á honum. Best er að nota fersk hindber en einnig hægt að nota frosin. Þessi holli grautur er æðislegur sem morgunverður eða jafnvel sem nesti. Öllum mínum fjölskyldumeðlimum þykir hann mjög góður og ég hvet ykkur svo sannarlega til að prófa. 1 dl hafrar frá Muna 1 dl möndlumjólk 2 kúfaðar msk grísk jógúrt (ég notaði með vanillu og kókos frá Örnu) Smá skvetta Agave síróp Fersk hindber Hellið öllu nema hindberjunum í skál og hrærið vel saman. Setjið nokkur hindber út í grautinn og stappið þeim saman við, hellið restinni ofan á grautinn og geymið lágmark tvær klukkustundir í ísskáp. Einfaldur, hollur, fljótlegur og góður grautur.aðsend Kaldur bláberjagrautur Þessi grautur er dásamlegur. Einfaldur, hollur, fljótlegur og góður. Ég geri hann annað hvort um kvöldið og gæði mér á daginn eftir eða skelli í hann um morguninn og tek með mér sem nesti í vinnuna og fæ mér hann þá í hádeginu. Krökkunum finnst hann æðislegur og ef ég er með Brunch þá þrefalda ég uppskriftina og helli í sex litlar skálar. 1 dl hafrar frá Muna 1 dl möndlumjólk eða önnur plöntumjólk 2 kúfaðar msk grísk jógúrt (ég notaði með vanillu og kókos frá Örnu) 1 tsk vanilludropar 1 msk Agave síróp frá Muna 1 dl fersk bláber Hellið öllum hráefnunum nema bláberjunum í skál og hrærið vel saman. Bætið helmingnum af bláberjunum við og blandið saman við grautinn. Hellið honum í ílát sem hægt er að loka, setjið restina af bláberjunum á toppinn og geymið í ísskáp yfir nótt eða lágmark tvær klukkustundir. Áhugasamir geta fylgst með Önnu á Instagram hér. Matur Uppskriftir Heilsa Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Samhliða því að starfa hjá Hreyfingu er Anna eigandi vefsins annaeiriks.is þar sem hún býður upp á fjarþjálfun og deilir heilsusamlegum uppskriftum. „Þetta eru algjörlega mínar go to uppskriftir þegar kemur að hollu og góðu nesti til að taka með sér í vinnuna eða skólann. Bæði taka þær stuttan tíma að undirbúa og svo er hægt að útbúa þær kvöldinu áður. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að þær eru dásamlega góðar.“ Anna mælir með að gera þennan graut kvöldinu áður.aðsend Kanilgrautur Æðislegur næturgrautur með kanil sem gott er að gera um kvöld og gæða sér svo á daginn eftir sem morgunverð eða nesti í vinnuna eða skólann. Einfaldur, hollur og góður grautur sem þið verðið að prófa. 1 dl haframjöl frá Muna 2 dl möndlumjólk 1 msk chiafræ 1/2 bolli grísk jógúrt með vanillu (ég notaði frá Biobu) 1 tsk kanill frá Muna Öllu hrært saman og sett í lokað ílát og geymt í ísskáp yfir nótt eða lágmark tvær klukkustundir. Anna segir alla snickersaðdáendur verða að prófa þessa uppskrift.aðsend Snickersgrautur Ef þið elskið Snickers en viljið eitthvað hollt og gott, þá eigið þið eftir að elska þennan kalda graut. Hann er góður í morgunmat, hádegismat eða sem gott millimál. Þið verðið að prófa. 1 dl haframjöl frá Muna Vanilluprótein frá Now 1 dl möndlumjólk Smá skvetta Agave síróp Krem 1 dl grísk jógúrt 1 msk hnetusmjör Súkkulaðiskel 2 renndur dökkt súkkulaði brætt 1/3 tsk. kókosolía Haframjöl, vanilluprótein, möndlumjólk og Agave síróp hrært saman og hellt í litla skál. Grísk jógúrt og hnetusmjör hrært saman og hellt ofan á hafrablönduna og sett í ísskáp í 2 klst. Súkkulaðið brætt og hrært saman við dreitil af kókosolíu og hellt yfir grautinn og hann settur aftur í ísskáp og kældur þar til súkkulaðið hefur harðnað. Gott er að setja nokkrar kasjúhnetur á toppinn áður en þið gæðið ykkur á grautnum. Hollur hindberjagrautur fullkominn morgunverður.aðsend Hindberjagrautur Dásamlegur hindberjagrautur sem algjör snilld er að útbúa kvöldinu áður en maður gæðir sér á honum. Best er að nota fersk hindber en einnig hægt að nota frosin. Þessi holli grautur er æðislegur sem morgunverður eða jafnvel sem nesti. Öllum mínum fjölskyldumeðlimum þykir hann mjög góður og ég hvet ykkur svo sannarlega til að prófa. 1 dl hafrar frá Muna 1 dl möndlumjólk 2 kúfaðar msk grísk jógúrt (ég notaði með vanillu og kókos frá Örnu) Smá skvetta Agave síróp Fersk hindber Hellið öllu nema hindberjunum í skál og hrærið vel saman. Setjið nokkur hindber út í grautinn og stappið þeim saman við, hellið restinni ofan á grautinn og geymið lágmark tvær klukkustundir í ísskáp. Einfaldur, hollur, fljótlegur og góður grautur.aðsend Kaldur bláberjagrautur Þessi grautur er dásamlegur. Einfaldur, hollur, fljótlegur og góður. Ég geri hann annað hvort um kvöldið og gæði mér á daginn eftir eða skelli í hann um morguninn og tek með mér sem nesti í vinnuna og fæ mér hann þá í hádeginu. Krökkunum finnst hann æðislegur og ef ég er með Brunch þá þrefalda ég uppskriftina og helli í sex litlar skálar. 1 dl hafrar frá Muna 1 dl möndlumjólk eða önnur plöntumjólk 2 kúfaðar msk grísk jógúrt (ég notaði með vanillu og kókos frá Örnu) 1 tsk vanilludropar 1 msk Agave síróp frá Muna 1 dl fersk bláber Hellið öllum hráefnunum nema bláberjunum í skál og hrærið vel saman. Bætið helmingnum af bláberjunum við og blandið saman við grautinn. Hellið honum í ílát sem hægt er að loka, setjið restina af bláberjunum á toppinn og geymið í ísskáp yfir nótt eða lágmark tvær klukkustundir. Áhugasamir geta fylgst með Önnu á Instagram hér.
Matur Uppskriftir Heilsa Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira