Innlent

Sam­tal enn í gangi um þjónustu­svipt flótta­fólk

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ávarpaði fund 28 félagasamtaka vegna stöðu flóttafólks í Mörkinni í Reykjavík síðastliðinn mánudag.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ávarpaði fund 28 félagasamtaka vegna stöðu flóttafólks í Mörkinni í Reykjavík síðastliðinn mánudag. Vísir/Vilhelm

Fé­lags-og vinnu­markaðs­ráð­herra segir sam­tal á milli ríkis og sveitar­fé­laga um stöðu flótta­fólks sem svipt hefur verið þjónustu enn í gangi. Ekki er ljóst hve­nær þeirri vinnu lýkur.

„Það er sam­tal í gangi og við vonumst auð­vitað bara til þess að við sjáum til lands sem allra fyrst,“ segir Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags-og vinnu­markaðs­ráð­herra, í sam­tali við Vísi.

Áður hefur Guð­mundur sagt, meðal annars í út­varps­þættinum Sprengi­sandi á Bylgjunni þar síðustu helgi, að það hafi ekki verið mark­mið nýrra laga um flótta­fólk að það myndi enda á götunni. Fram­kvæmdin hafi ekki verið nægi­lega góð.

Hann hefur áður fundað með Guð­rúnu Haf­steins­dóttur, dóms­mála­ráð­herra og full­trúa sveitar­fé­laga og sagði hann í Sprengi­sandi, að öll hefðu þau verið sam­mála um að leita lausna í málinu.

„Þó svo að við deilum um það hvar á­byrgðin liggur, verðum við að horfa á það verk­efni að passa að fólk lendi ekki á götunni. Ég segi það bara fullum fetum að fram­kvæmdin eins og sjá má er ekki nógu góð og því þarf að breyta.“

Er ein­hver tíma­setning í aug­sýn?

„Við erum bara að flýta okkur eins mikið og mögu­lega er hægt, enda er málið af­skap­lega brýnt í mínum huga,“ sagði Guð­mundur í sam­tali við Vísi í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×