Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 12:21 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar segir ekki tímabært að tjá sig um hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi Svavarsdóttur vantrausti. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist vilja geta horft í spegil eftir mögulega tillögu. vísir/samett Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. Óhætt er að segja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundið hvalveiðibann hafi verið umdeild og er stjórnsýslan í kringum hana meðal annars til athugunar hjá umboðsmanni Alþingis. Svandís svaraði spurningum umboðsmanns fyrir viku en ekki liggur fyrir hvenær álit hans verður birt. Samkvæmt svörum frá embættinu er þó stefnt að því að ákvörðun um endanlegar lyktir málsins liggi fyrir svo fljótt sem unnt er. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa kveðið upp sinn dóm þar sem flokksráðsfundur þeirra samþykkti um helgina ályktun sem segir að matvælaráðherra hafi hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs við ákvörðunina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem sótti fundinn telur sjálfur að lög hafi verið brotin og segir málið risastórt í huga Sjálfstæðismanna. „Við höfum alltaf talið það mjög mikilvægt að skapa atvinnulífinu í landinu lagalega umgjörð sem hægt er að vinna eftir. Þess vegna er þetta mjög stórt mál í huga okkar margra að atvinnufrelsið sjálft skuli vera haft svona að pólitískum leiksoppa.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.vísir/Arnar Halldórsson Elliði telur líklegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillagu komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur að minnsta kosti ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna um slíka tillögu. Titringurinn virðist því jafnvel meiri innan stjórnarflokkanna en utan þeirra. Leggi stjórnarandstaðan ekki fram slíka tillögu, finnst þér að Sjálfstæðismenn ættu að gera það? „Ég hef enga trú á öðru en að vantrauststillagan komi fram frá stjórnarandstöðunni,“ segir Elliði. „Ef ráðherra er fundinn sekur um lögbrot og að hafa fylgt eftir pólitísku stefnumáli sínu gegn lögum í landinu er eðlilegt að það sé látið reyna á það hvort viðkomandi ráðherra njóti trausts Alþingis.“ Í samtali við fréttastofu staðfestir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, að hann hafi á flokksráðsfundinum sagst vilja geta horft í spegil - þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Inntur eftir svörum um meiningu þess vildi hann ekki tjá sig frekar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Hún útilokar hvoruga afstöðu og segir að ákvörðunin verði tekin út frá fyrirliggjandi gögnum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Óhætt er að segja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundið hvalveiðibann hafi verið umdeild og er stjórnsýslan í kringum hana meðal annars til athugunar hjá umboðsmanni Alþingis. Svandís svaraði spurningum umboðsmanns fyrir viku en ekki liggur fyrir hvenær álit hans verður birt. Samkvæmt svörum frá embættinu er þó stefnt að því að ákvörðun um endanlegar lyktir málsins liggi fyrir svo fljótt sem unnt er. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa kveðið upp sinn dóm þar sem flokksráðsfundur þeirra samþykkti um helgina ályktun sem segir að matvælaráðherra hafi hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs við ákvörðunina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem sótti fundinn telur sjálfur að lög hafi verið brotin og segir málið risastórt í huga Sjálfstæðismanna. „Við höfum alltaf talið það mjög mikilvægt að skapa atvinnulífinu í landinu lagalega umgjörð sem hægt er að vinna eftir. Þess vegna er þetta mjög stórt mál í huga okkar margra að atvinnufrelsið sjálft skuli vera haft svona að pólitískum leiksoppa.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.vísir/Arnar Halldórsson Elliði telur líklegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillagu komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur að minnsta kosti ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna um slíka tillögu. Titringurinn virðist því jafnvel meiri innan stjórnarflokkanna en utan þeirra. Leggi stjórnarandstaðan ekki fram slíka tillögu, finnst þér að Sjálfstæðismenn ættu að gera það? „Ég hef enga trú á öðru en að vantrauststillagan komi fram frá stjórnarandstöðunni,“ segir Elliði. „Ef ráðherra er fundinn sekur um lögbrot og að hafa fylgt eftir pólitísku stefnumáli sínu gegn lögum í landinu er eðlilegt að það sé látið reyna á það hvort viðkomandi ráðherra njóti trausts Alþingis.“ Í samtali við fréttastofu staðfestir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, að hann hafi á flokksráðsfundinum sagst vilja geta horft í spegil - þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Inntur eftir svörum um meiningu þess vildi hann ekki tjá sig frekar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Hún útilokar hvoruga afstöðu og segir að ákvörðunin verði tekin út frá fyrirliggjandi gögnum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira