Bestu mörkin: Sofandi Stjörnukonur vöknuðu loksins eftir Verslunarmannahelgi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 14:30 Stjarnan hefur vaknað til lífsins seinni hluta sumars. Vísir/Anton Brink Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Stjörnunni var spáð titilbaráttu fyrir tímabilið, en liðið var langt frá því að standa undir væntingum framan af sumri. Þrátt fyrir það hafnaði Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðið safnaði 29 stigum, 13 stigum minna en topplið Vals, og á enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnukonur horfa þó líklega frekar á baráttuna um annað sæti deildarinnar. Liðið er fimm stigum á eftir Breiðablik í öðru sætinu og ef gengi þessara tveggja liða verður eins í úrslitakeppninni og það hefur verið undanfarna vikur nær Stjarnan að lauma sér upp fyrir Breiðablik í töflunni. Stjarnan vann aðeins fimm leiki í fyrstu 14 umferðum tímabilsins og um tíma var ekki víst hvort liðið myndi ná að vinna sér inn sæti í efri hlutanum. Liðið hefur hins vegar unnið síðustu þrjá leiki og er taplaust í síðustu sex leikjum sínum. Síðasta tap Stjörnunnar í deildinni kom gegn Þrótti þann 8. júlí síðastliðinn. „Þær voru ekki sjálfum sér líkar framan af móti og það vantaði mikið upp á hjá þeim,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um Stjörnuna í þætti gærkvöldsins. „Það er aðeins að breytast núna og þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins upp á heildina þá eru búnir að vera leikmenn í þessu liði sem eru búnir að vera góðir á þessu móti,“ bætti Bára við. Klippa: Bestu mörkin - Stjarnan Stjörnukonur koma því líklega fullar sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina þar sem liðið tekur á móti nýliðum FH í fyrsta leik næstkomandi föstudag. Næst tekur Stjarnan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals áður en liðið sækir Breiðablik heim í líklega mikilvægasta leik tímabilsins fyrir bæði lið þann 17. september. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Þrátt fyrir það hafnaði Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðið safnaði 29 stigum, 13 stigum minna en topplið Vals, og á enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnukonur horfa þó líklega frekar á baráttuna um annað sæti deildarinnar. Liðið er fimm stigum á eftir Breiðablik í öðru sætinu og ef gengi þessara tveggja liða verður eins í úrslitakeppninni og það hefur verið undanfarna vikur nær Stjarnan að lauma sér upp fyrir Breiðablik í töflunni. Stjarnan vann aðeins fimm leiki í fyrstu 14 umferðum tímabilsins og um tíma var ekki víst hvort liðið myndi ná að vinna sér inn sæti í efri hlutanum. Liðið hefur hins vegar unnið síðustu þrjá leiki og er taplaust í síðustu sex leikjum sínum. Síðasta tap Stjörnunnar í deildinni kom gegn Þrótti þann 8. júlí síðastliðinn. „Þær voru ekki sjálfum sér líkar framan af móti og það vantaði mikið upp á hjá þeim,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um Stjörnuna í þætti gærkvöldsins. „Það er aðeins að breytast núna og þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins upp á heildina þá eru búnir að vera leikmenn í þessu liði sem eru búnir að vera góðir á þessu móti,“ bætti Bára við. Klippa: Bestu mörkin - Stjarnan Stjörnukonur koma því líklega fullar sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina þar sem liðið tekur á móti nýliðum FH í fyrsta leik næstkomandi föstudag. Næst tekur Stjarnan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals áður en liðið sækir Breiðablik heim í líklega mikilvægasta leik tímabilsins fyrir bæði lið þann 17. september.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira