Sjáðu öll átta mörkin er Víkingar settu níu fingur á titilinn gegn óstundvísum Blikum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 12:01 Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru komnir með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir 5-3 sigur gegn óstundvísum Blikum í gær. Liðið er nú með 14 stiga forskot á toppnum þegar liðið á sex leiki eftir. Leikmenn og starfslið ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks létu bíða eftir sér í Víkinni í gærkvöldi og þegar um hálftími var til leiks hafði ekki enn sést til þeirra grænklæddu. Leikskýrsla liðsins skilaðu sér þó loks í hús þegar um 35 mínútur voru til leiks og leikmenn og starfslið mætti loks á völlinn um tíu mínútum síðar. Þetta útspil Breiðabliks eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum vegna þátttöku sinnar í forkeppni Sambandsdeildarinnar virtist kveikja í verðandi Íslandsmeisturum Víkings. Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Aron Elís Þrándarson skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í netið tæpum stundarfjórðungi síðar. Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn Blika og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu gins vegar út um leikinn á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark liðsins eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni á 47. mínútu, en það mark hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Danijel var að öllum líkindum rangstæður. Markið stóð þó og Matthías Vilhjálmsson bætti fjórða markinu við á 65. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Blika áður en Helgi Guðjónsson kom heimamönnum í 5-1 fjórum mínútum síðar. Blikar bitu aðeins frá sér eftir það. Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson bættu sínu sárabótarmarkinu hvor við með stuttu millibili, en þar með voru úrslitin ráðin. Klippa: Víkingur skellti Blikum Víkingur er nú með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar með 56 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðinu nægir því tveir sigrar úr síðustu sex umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og titillinn gæti í raun verið í höfn áður en úrslitakeppnin hefst ef liðið vinnur útisigur gegn Fram á sunnudaginn kemur og Valur, sem situr í öðru sæti, tapar gegn HK. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Leikmenn og starfslið ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks létu bíða eftir sér í Víkinni í gærkvöldi og þegar um hálftími var til leiks hafði ekki enn sést til þeirra grænklæddu. Leikskýrsla liðsins skilaðu sér þó loks í hús þegar um 35 mínútur voru til leiks og leikmenn og starfslið mætti loks á völlinn um tíu mínútum síðar. Þetta útspil Breiðabliks eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum vegna þátttöku sinnar í forkeppni Sambandsdeildarinnar virtist kveikja í verðandi Íslandsmeisturum Víkings. Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Aron Elís Þrándarson skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í netið tæpum stundarfjórðungi síðar. Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn Blika og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu gins vegar út um leikinn á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark liðsins eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni á 47. mínútu, en það mark hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Danijel var að öllum líkindum rangstæður. Markið stóð þó og Matthías Vilhjálmsson bætti fjórða markinu við á 65. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Blika áður en Helgi Guðjónsson kom heimamönnum í 5-1 fjórum mínútum síðar. Blikar bitu aðeins frá sér eftir það. Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson bættu sínu sárabótarmarkinu hvor við með stuttu millibili, en þar með voru úrslitin ráðin. Klippa: Víkingur skellti Blikum Víkingur er nú með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar með 56 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðinu nægir því tveir sigrar úr síðustu sex umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og titillinn gæti í raun verið í höfn áður en úrslitakeppnin hefst ef liðið vinnur útisigur gegn Fram á sunnudaginn kemur og Valur, sem situr í öðru sæti, tapar gegn HK.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira