Verðbólga í verkahring fjármálaráðherra samkvæmt lögum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 15:55 Þorbjörg situr í fjárlaganefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir fyrirætlanir fjármálaráðherra sem kynntar voru í gær ekki nýjar af nálinni. Sérstakt sé að fjármálaráðherra segi það ekki hlutverk ríkisfjármálanna að takast á við verðbólguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram hagræðingarnar á blaðamannafundi í gær. Meðal þeirra aðgerða sem hann kynnti eru uppsagnir ríkisstarfsmanna og lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Þá verði gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldi hækkuð. Með aðgerðunum segir hann ríkið koma til með að spara um sautján milljarða króna. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar og meðlimur fjárlaganefndar, segir tillögur fjármálaráðherra ekki nýjar af nálinni. „Fjármálaráðherra er þarna að kynna sumar hugmyndir í þriðja sinn, alltaf sem nýjar. Til dæmis að það eigi ekki lengur að byggja við stjórnarráðið. Einhverjar tillögur um aðhald geta ekki verið nýjar þó þær séu endurfluttnar og endurteknar,“ segir Þorbjörg. Að auki segir hún mikið áhyggjuefni að millistéttin sem skuldi mest sé ekki tekin inn í dæmið. „Það er ekkert talað þarna um millistéttina, millistéttina á íslandi sem er að taka á sig þyngsta höggið af endalausum vaxtahækkunum.“ Seðlabankinn einn á báti Þorbjörg segir það sérstakt að fjármálaráðherra segi það ekki hans hlutverk að vinna gegn verðbólgunni. Skýrt standi í lögum um opinber fjármál að hlutverk fjármálaráðherra sé að sporna gegn verðbólgu. „Þar er kannski skýringin komin á því hvers vegna þetta gengur svona illa. Þegar fjármálaráðherra Íslands skilur ekki hvert hans starf er eða hver hans verkefni eru,“ segir Þorbjörg. Þá segir hún útskýringuna á því hvers vegna stýrivextir fari síhækkandi þrátt fyrir lækkandi verðbólgu vera að seðlabankinn standi einn í því sporna gegn verðbólgunni, án nokkurrar hjálpar frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin kastar inn handklæðinu, ekki bara neitar að sinna sínu hlutverki heldur virðist ekki átta sig á því að hún hefur hlutverki að gegna, og það er líka mikið áhyggjuefni,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram hagræðingarnar á blaðamannafundi í gær. Meðal þeirra aðgerða sem hann kynnti eru uppsagnir ríkisstarfsmanna og lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Þá verði gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldi hækkuð. Með aðgerðunum segir hann ríkið koma til með að spara um sautján milljarða króna. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar og meðlimur fjárlaganefndar, segir tillögur fjármálaráðherra ekki nýjar af nálinni. „Fjármálaráðherra er þarna að kynna sumar hugmyndir í þriðja sinn, alltaf sem nýjar. Til dæmis að það eigi ekki lengur að byggja við stjórnarráðið. Einhverjar tillögur um aðhald geta ekki verið nýjar þó þær séu endurfluttnar og endurteknar,“ segir Þorbjörg. Að auki segir hún mikið áhyggjuefni að millistéttin sem skuldi mest sé ekki tekin inn í dæmið. „Það er ekkert talað þarna um millistéttina, millistéttina á íslandi sem er að taka á sig þyngsta höggið af endalausum vaxtahækkunum.“ Seðlabankinn einn á báti Þorbjörg segir það sérstakt að fjármálaráðherra segi það ekki hans hlutverk að vinna gegn verðbólgunni. Skýrt standi í lögum um opinber fjármál að hlutverk fjármálaráðherra sé að sporna gegn verðbólgu. „Þar er kannski skýringin komin á því hvers vegna þetta gengur svona illa. Þegar fjármálaráðherra Íslands skilur ekki hvert hans starf er eða hver hans verkefni eru,“ segir Þorbjörg. Þá segir hún útskýringuna á því hvers vegna stýrivextir fari síhækkandi þrátt fyrir lækkandi verðbólgu vera að seðlabankinn standi einn í því sporna gegn verðbólgunni, án nokkurrar hjálpar frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin kastar inn handklæðinu, ekki bara neitar að sinna sínu hlutverki heldur virðist ekki átta sig á því að hún hefur hlutverki að gegna, og það er líka mikið áhyggjuefni,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira