Innlent

Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir hagræðingu í rekstri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson á fundinum í húsakynnum fjármálaráðuneytisins í dag.
Bjarni Benediktsson á fundinum í húsakynnum fjármálaráðuneytisins í dag. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað til fréttamannafundar í ráðuneyti sínu klukkan 11:30 í dag. 

Á dagskrá fundarins er þróun ríkisfjármála og hagræðing í rekstri. Senn líður að því að Alþingi verði sett og um leið að Bjarni kynni fjárlagafrumvarp sitt fyrir árið 2024. Vísbendingar um hvað þar verður að finna munu mögulega koma fram í kynningu dagsins.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Þá er greint frá helstu tíðindum í vaktinni hér að neðan.

Athugið að mögulega þarf að endurhlaða síðuna ef vaktin birtist ekki að neðan.


Tengdar fréttir

Á­kvörðun Svan­dísar ekki haft já­kvæð á­hrif á sam­starfið

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva tímabundið hvalveiðar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Matvælaráðherra segir ekki tímabært að segja hvort hún banni hvalveiðar eftir fyrsta september þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu í að veiðarnar eigi að hefjast.

Bankarnir liggi vel við höggi „ein­hverra hluta vegna“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×