Segir hefndarbrot gegn lögreglu viðvörunarmerki fyrir samfélagið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 10:33 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Vísir/Einar Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir íkveikju í bíl lögreglumanns sem rannsökuð er sem hefndaraðgerð vera viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og íslenskt samfélag. Hann segir ofbeldisbrotum gegn lögreglu þó ekki fara fjölgandi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, gestur. Rætt var við hann um rannsókn héraðssaksóknara á íkveikju í bíl lögreglumanns í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Íkveikjan er rannsökuð sem hefndaraðgerð og því sem brot gegn valdstjórninni. „Ef við skoðum ofbeldisbrot gegn lögreglu, þá höfum við ekki séð aukningu í slíkum málum síðustu misseri. Það hefur þó verið til staðar og þá er um að ræða ofbeldi gegn lögreglumönnum sem þá meiðast á vettvangi við skyldustörf,“ segir Helgi. Hann segir dæmið frá því í síðustu viku, þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans, tiltölulega einstakt. Vonandi sé um að ræða einangrað atvik. „En þetta er samt sem áður einhverskonar viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og kannski líka okkur sem samfélag um það hvernig við ætlum að takast á við þessa þjóðfélagsmynd sem er smám saman að myndast og verða til hjá okkur.“ Samfélagið sé orðið miklu margbreytilegra en það var heldur en til dæmis síðustu aldamót. Nú séu ólíkir menningarstraumar í íslensku samfélagi og segir Helgi mikilvægt að lögreglan sé næm á það hvernig taka megi á þeim straumum. „Menn þurfa að vera næmir á þessa ólíku þjóðfélagshópa og hafa skilning á aðstæðum þeirra og vera til þess búin að takast á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp. Spurningin er alltaf hvers eðlis viðbúnaður lögreglu á að vera.“ Lögreglumál Bítið Lögreglan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, gestur. Rætt var við hann um rannsókn héraðssaksóknara á íkveikju í bíl lögreglumanns í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Íkveikjan er rannsökuð sem hefndaraðgerð og því sem brot gegn valdstjórninni. „Ef við skoðum ofbeldisbrot gegn lögreglu, þá höfum við ekki séð aukningu í slíkum málum síðustu misseri. Það hefur þó verið til staðar og þá er um að ræða ofbeldi gegn lögreglumönnum sem þá meiðast á vettvangi við skyldustörf,“ segir Helgi. Hann segir dæmið frá því í síðustu viku, þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans, tiltölulega einstakt. Vonandi sé um að ræða einangrað atvik. „En þetta er samt sem áður einhverskonar viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og kannski líka okkur sem samfélag um það hvernig við ætlum að takast á við þessa þjóðfélagsmynd sem er smám saman að myndast og verða til hjá okkur.“ Samfélagið sé orðið miklu margbreytilegra en það var heldur en til dæmis síðustu aldamót. Nú séu ólíkir menningarstraumar í íslensku samfélagi og segir Helgi mikilvægt að lögreglan sé næm á það hvernig taka megi á þeim straumum. „Menn þurfa að vera næmir á þessa ólíku þjóðfélagshópa og hafa skilning á aðstæðum þeirra og vera til þess búin að takast á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp. Spurningin er alltaf hvers eðlis viðbúnaður lögreglu á að vera.“
Lögreglumál Bítið Lögreglan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira