„Nánast engar líkur“ á áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2023 22:08 Ólafur Harðarson, prófessor emeritus í Stjórnmálafræði, segir ólíklegt að ríkisstjórnin springi en þó sé ekki hægt að fullyrða neitt. Hávaðinn hafi vissulega verið mikill. Stöð 2/Arnar Ríkisstjórnin hefur ekki mælst með lægra fylgi frá kosningum, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu, í 13 ár. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 17,6 prósent í könnuninni. Framsóknarflokkurinn með 9,2 prósent og Vinstri græn með 6,4 prósent. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er því 33,2 prósent, og hefur ekki mælst lægra en þegar gengið var til kosninga í september 2021. Þrátt fyrir að mælast lægri en áður er Sjálfstæðisflokkurinn með næst mest fylgi allra flokka. samfylkingin mælist þó stærst með 29,1 prósent. Píratar mælast með rúm þrettán prósent, Viðreisn með níu og hálft prósent, Miðflokkurinn með tæp átta prósent pg Flokkur fólksins með aðeins 5,9 prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist þá með undir fimm prósent.Stöð 2 Sjálfstæðisflokkurinn fékk 24,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Í júní á þessu ári mældist flokkurinn með 18,5 prósenta fylgi. Fylgið jókst lítillega í júní og fór í 19,3 prósent en mælist nú 17,6 prósent, og hefur ekki mælst lægra frá því að Maskína hóf að gera kannanir árið 2010. Stjórnarflokkarnir tapað 21 prósenti Ólafur Harðarson, prófessor emeritus í Stjórnmálafræði, ræddi fylgi flokkanna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það sem maður les nú aðallega úr þessari könnun er að síðustu mánuðina hafa orðið tiltölulega litlar breytingar á fylgi flokkanna,“ sagði hann. Hann sagði allt aðra mynd blasa við ef skoðað er hversu miklar breytingar hafa orðið frá síðustu kosningum. „Það sem gerst hefur síðan í kosningunum 2021 er að fylgið hefur hrunið af öllum stjórnarflokkum. Og núna undanfarið hafa tölurnar verið þannig að Vinstri græn og Framsókn hafa tapað um það bil helmingi fylgisins sem þau fengu 2021 og núna er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa hátt í þriðjungi þess fylgis sem hann fékk þá. Og ef við skoðum samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þá var það ríflega 54 prósent í kosningunum. Núna er það komið niður í 33 prósent. Stjórnarflokkarnir hafa tapað 21 prósenti sem er auðvitað gríðarlega mikið,“ sagði Ólafur. Hann sagði niðurstöðurnar þó ekki þurfa að koma á óvart. „Sams konar þróun hefur átt sér stað varðandi allar ríkisstjórnir síðustu fimmtán árin, eða frá því um hrun.“ Hverjar eru líkurnar á því að ríkisstjórnin haldi þetta út, út kjörtímabilið? „Það hefur hvelft mikið milli stjórnarflokkanna og ástandið milli þeirra er allt annað heldur en það var á síðasta kjörtímabili þegar það ríkti friðsemd og menn slógust í sameiningu við Covid. Og allri hugmyndafræði var í rauninni kippt úr sambandi. Nú er hugmyndafræðin aftur komin í spilið og svona ólíkir flokkar, þeir takast þá miklu meira á. Ef við skoðum síðustu þrjátíu árin þá hafa lang flestar ríkisstjórnir, allar nema tvær, lifað í fjögur ár. Þannig að miðað við það þá kæmi það frekar á óvart ef að þessi stjórn myndi springa, jafnvel þó að það gusti ansi mikið í stjórnarsamstarfinu,“ sagði Ólafur. Það eru væntanlega litlar líkur á áframhaldandi samstarfi í ljósi þess hvaða átök hafa verið síðustu misseri? „Ég held að það séu nánast engar líkur á að þessi stjórn haldi áfram jafnvel þó hún héldi velli, sem verður að teljast mjög ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafi áhuga á því eftir næstu kosningar að halda áfram í stjórnarsamstarfi.“ Heldurðu að stjórnin springi? „Ég á síður von á því en maður getur aldrei fullyrt það og hávaðinn hefur vissulega verið mikill. “ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 17,6 prósent í könnuninni. Framsóknarflokkurinn með 9,2 prósent og Vinstri græn með 6,4 prósent. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er því 33,2 prósent, og hefur ekki mælst lægra en þegar gengið var til kosninga í september 2021. Þrátt fyrir að mælast lægri en áður er Sjálfstæðisflokkurinn með næst mest fylgi allra flokka. samfylkingin mælist þó stærst með 29,1 prósent. Píratar mælast með rúm þrettán prósent, Viðreisn með níu og hálft prósent, Miðflokkurinn með tæp átta prósent pg Flokkur fólksins með aðeins 5,9 prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist þá með undir fimm prósent.Stöð 2 Sjálfstæðisflokkurinn fékk 24,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Í júní á þessu ári mældist flokkurinn með 18,5 prósenta fylgi. Fylgið jókst lítillega í júní og fór í 19,3 prósent en mælist nú 17,6 prósent, og hefur ekki mælst lægra frá því að Maskína hóf að gera kannanir árið 2010. Stjórnarflokkarnir tapað 21 prósenti Ólafur Harðarson, prófessor emeritus í Stjórnmálafræði, ræddi fylgi flokkanna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það sem maður les nú aðallega úr þessari könnun er að síðustu mánuðina hafa orðið tiltölulega litlar breytingar á fylgi flokkanna,“ sagði hann. Hann sagði allt aðra mynd blasa við ef skoðað er hversu miklar breytingar hafa orðið frá síðustu kosningum. „Það sem gerst hefur síðan í kosningunum 2021 er að fylgið hefur hrunið af öllum stjórnarflokkum. Og núna undanfarið hafa tölurnar verið þannig að Vinstri græn og Framsókn hafa tapað um það bil helmingi fylgisins sem þau fengu 2021 og núna er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa hátt í þriðjungi þess fylgis sem hann fékk þá. Og ef við skoðum samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þá var það ríflega 54 prósent í kosningunum. Núna er það komið niður í 33 prósent. Stjórnarflokkarnir hafa tapað 21 prósenti sem er auðvitað gríðarlega mikið,“ sagði Ólafur. Hann sagði niðurstöðurnar þó ekki þurfa að koma á óvart. „Sams konar þróun hefur átt sér stað varðandi allar ríkisstjórnir síðustu fimmtán árin, eða frá því um hrun.“ Hverjar eru líkurnar á því að ríkisstjórnin haldi þetta út, út kjörtímabilið? „Það hefur hvelft mikið milli stjórnarflokkanna og ástandið milli þeirra er allt annað heldur en það var á síðasta kjörtímabili þegar það ríkti friðsemd og menn slógust í sameiningu við Covid. Og allri hugmyndafræði var í rauninni kippt úr sambandi. Nú er hugmyndafræðin aftur komin í spilið og svona ólíkir flokkar, þeir takast þá miklu meira á. Ef við skoðum síðustu þrjátíu árin þá hafa lang flestar ríkisstjórnir, allar nema tvær, lifað í fjögur ár. Þannig að miðað við það þá kæmi það frekar á óvart ef að þessi stjórn myndi springa, jafnvel þó að það gusti ansi mikið í stjórnarsamstarfinu,“ sagði Ólafur. Það eru væntanlega litlar líkur á áframhaldandi samstarfi í ljósi þess hvaða átök hafa verið síðustu misseri? „Ég held að það séu nánast engar líkur á að þessi stjórn haldi áfram jafnvel þó hún héldi velli, sem verður að teljast mjög ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafi áhuga á því eftir næstu kosningar að halda áfram í stjórnarsamstarfi.“ Heldurðu að stjórnin springi? „Ég á síður von á því en maður getur aldrei fullyrt það og hávaðinn hefur vissulega verið mikill. “
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira