Innlent

Vaktin: Mál­efni fólks á flótta sem er synjað um al­þjóð­lega vernd

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd tekin utan fundarins, sem haldinn er í húsi Hjálpræðishersins.
Mynd tekin utan fundarins, sem haldinn er í húsi Hjálpræðishersins. Vísir/Vilhelm

Alls bjóða 23 félagasamtök til fundar í húsakynnum Hjálpræðishersins í Mörkinni í Reykjavík klukkan 17. Til umræðu er málefni flóttafólks sem svipt hefur verið rétti á þjónustu eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra hefur staðfest komu sína á fundinn en ekki dómsmálaráðherra. Allir þingmenn fengu boð á fundinn.

„Ég vona að það fólk sem sér um þennan málaflokk finni hjá sér vilja til að mæta,“ sagði Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Vísir verður með beina textalýsingu frá fundinum í Vaktinni hér að neðan. Til stóð að streyma fundinum en skipuleggjendur samþykktu það ekki.

Ef vaktin birtist ekki að neðan gæti þurft að endurhlaða síðuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×