Innlent

Heitt vatn aftur komið á í Hafnar­firði og Garða­bæ

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Veitur minna íbúa á að hafa skrúfað fyrir krana þegar vatnið kemur á aftur.
Veitur minna íbúa á að hafa skrúfað fyrir krana þegar vatnið kemur á aftur. Vísir/Egill

Heitt vatn er aftur komið á í Hafnar­firði og í Garða­bæ, allt kerfið og ættu allir í­búar að hafa fengið fullan þrýstin á vatnið. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Veitum.

Eins og fram hefur komið hefur verið unnið við tengingar á nýrri heita­vatns­lögn undan­farna tvo daga. Því var heita­vatns­laust í öllum Hafnar­firði og í litlum hluta Garða­bæjar frá því klukkan 22:00 á mánu­daginn og þar til nú í morgun.

Veitur minna á að mikil­vægt er að í­búar hafi skrúfað fyrir krana, til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur. Áður hefur komið fram að fram­kvæmdirnar muni tryggja í­búum í Hafnar­firði og Garða­bæ heitt vatn næstu árin, og því um mikil­væga fram­kvæmd að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×