Erlent

Sneri aftur eftir fimm­tán ára út­legð og fór beint í steininn

Árni Sæberg skrifar
Shinawatra var fagnað innilega við komuna til Taílands.
Shinawatra var fagnað innilega við komuna til Taílands. EPA-EFE/RUNGROJ YONGRIT

Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi.

Shinawatra var kosinn forsætisráðherra árið 2001 og var árið 2005 fyrstur manna til að klára heilt kjörtímabil í þeirri stöðu. Hann var endurkjörinn árið 2005 með miklum meirihluta atkvæða en var settur af af her landsins ári seinna vegna gruns um spillingu og óhollustu við konungsfjölskylduna.

Hann flúði land árið 2008 og hefur verið í sjálfskipaðri útlegð síðan. Á meðan hann var í útlegð gekk útivistadómur yfir honum fyrir embættisbrot.

Situr sennilega ekki lengi inni

Shinawatra, sem er 74 ára gamall, mun sennilega ekki þurfa að afplána lengi þar sem talið er að hann muni fá konunglega náðun og fangelsismálayfirvöld hafa tilkynnt að hann geti sótt um reynslulausn nánast samstundis.

Þá er hann enn leiðtogi Pheu Thai stjórnmálaflokksins, sem mun að öllum líkindum leiða samsteypustjórn sem tekur senn við völdum í Taílandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×