Innlent

Myndir frá vett­vangi brunans við Hval­eyra­r­braut

Árni Sæberg skrifar
Húsið stendur við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði.
Húsið stendur við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt.

Húsið var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu.

Slökkvilið lauk störfum á vettvangi klukkan 04:30 í nótt og vettvangur er kominn í hendur lögreglu. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn sé nýhafin og ekkert liggi fyrir enn um hugsanleg eldsupptök.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór í Hafnarfjörð í morgun og tók meðfylgjandi myndir.

Húsið er ónýtt.Vísir/Vilhelm

Slökkvilið þurfti að rífa húsið að miklu leyti til þess að slökkva í öllum glæðum.Vísir/Vilhelm

Sautján manns bjuggu í húsinu þegar kviknaði í því.Vísir/Vilhelm

Íbúum hússins tókst öllum að flýja húsið.Vísir/Vilhelm

Mikil verðmæti voru inni í húsinu, þar á meðal fornbílar.Vísir/Vilhelm

Húsið, eða það sem er eftir af því, stendur við Hvaleyrarbraut 22.Vísir/Vilhelm

Þakið er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm

Húsið skiptist í fjölda hólfa.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Tjón sem slagar upp í 90 milljónir

Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×