Lyngby í efri hlutanum eftir góðan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 19:30 Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hafði margar ástæður til að klappa í dag Vísir/Getty Íslendingalið Lyngby vann 1-0 heimasigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er sem stendur í efri hluta deildarinnar. Virðist sem lærisveinar Freys Alexanderssonar ætli sér ekki að endurtaka leik síðasta tímabils og vera í fallbaráttu allt til lokadags. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen kom af bekknum í því sem var hann fyrsti leikur fyrir félagið. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópnum í dag eftir að fá rautt spjald í síðustu umferð. Lyngby kom boltanum tvívegis í netið í dag en fyrra mark leiksins – sem Tochi Chukwuani skoraði – var dæmt af vegna brots. Danski framherjinn Frederik Gytkjær skoraði hins vegar það sem reyndist sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir sigur dagsins er Lyngby með 7 stig að í 6. sæti að loknum fimm leikjum. SEJR!! pic.twitter.com/ZjqHrMfuUj— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 20, 2023 Stefan Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru með jafn mörg stig en sæti neðar þar sem liðið hefur skorað einu marki minna. Stefán Teitur kom inn af bekknum í 2-0 sigri á Nordsjælland í dag. Frakkland Í frönsku úrvalsdeildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem vann 2-0 sigur á Nantes þrátt fyrir að vera manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jonathan David á 66. mínútu en fjórum mínútum síðar var Hákon Arnar tekinn af velli. Miðvörðurinn Alexsandro fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og var Lille því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Adam Ounas bætti við öðru marki Lille í uppbótartíma. Lille með fjögur stig að loknum tveimur umferðum. Le message de Hákon Haraldsson sur Instagram : « Premier match et première victoire à la maison. Les supporters ont été incroyables » pic.twitter.com/26TV5jRY8s— L'Actu Des Dogues (@actudesdogues) August 20, 2023 Belgía Íslendingalið Eupen vann 3-1 útisigur á Kortrijk þar sem bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason voru í byrjunarliðinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í miðri vörninni en Alfreð var tekinn af velli í uppbótartíma. Eupen er í 8. sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Noregur Ham Kam gerði sér lítið fyrir og pakkaði Rosenborg saman í norsku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í miðverði Ham Kam á meðan Ísak Snær Þorvaldsson hóf leik í fremstu línu gestanna. Nældi hann sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Ham Kam er í 11. sæti með 22 stig eftir 19 leiki á meðan Rosenborg er í 9. sæti með 25 stig. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann 1-0 sigur á Stabæk. Viking er í 2. sæti með 44 stig, jafn mörg og topplið Bodø/Glimt. Ari Leifsson var í vörn Stromsgodset sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lilleström. Ari og félagar eru með 23 stig í 10. sæti. Grikkland Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka OFI Crete gegn Aris í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins 3-2 og Crete byrjar tímabilið á sigri. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen kom af bekknum í því sem var hann fyrsti leikur fyrir félagið. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópnum í dag eftir að fá rautt spjald í síðustu umferð. Lyngby kom boltanum tvívegis í netið í dag en fyrra mark leiksins – sem Tochi Chukwuani skoraði – var dæmt af vegna brots. Danski framherjinn Frederik Gytkjær skoraði hins vegar það sem reyndist sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir sigur dagsins er Lyngby með 7 stig að í 6. sæti að loknum fimm leikjum. SEJR!! pic.twitter.com/ZjqHrMfuUj— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 20, 2023 Stefan Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru með jafn mörg stig en sæti neðar þar sem liðið hefur skorað einu marki minna. Stefán Teitur kom inn af bekknum í 2-0 sigri á Nordsjælland í dag. Frakkland Í frönsku úrvalsdeildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem vann 2-0 sigur á Nantes þrátt fyrir að vera manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jonathan David á 66. mínútu en fjórum mínútum síðar var Hákon Arnar tekinn af velli. Miðvörðurinn Alexsandro fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og var Lille því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Adam Ounas bætti við öðru marki Lille í uppbótartíma. Lille með fjögur stig að loknum tveimur umferðum. Le message de Hákon Haraldsson sur Instagram : « Premier match et première victoire à la maison. Les supporters ont été incroyables » pic.twitter.com/26TV5jRY8s— L'Actu Des Dogues (@actudesdogues) August 20, 2023 Belgía Íslendingalið Eupen vann 3-1 útisigur á Kortrijk þar sem bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason voru í byrjunarliðinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í miðri vörninni en Alfreð var tekinn af velli í uppbótartíma. Eupen er í 8. sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Noregur Ham Kam gerði sér lítið fyrir og pakkaði Rosenborg saman í norsku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í miðverði Ham Kam á meðan Ísak Snær Þorvaldsson hóf leik í fremstu línu gestanna. Nældi hann sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Ham Kam er í 11. sæti með 22 stig eftir 19 leiki á meðan Rosenborg er í 9. sæti með 25 stig. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann 1-0 sigur á Stabæk. Viking er í 2. sæti með 44 stig, jafn mörg og topplið Bodø/Glimt. Ari Leifsson var í vörn Stromsgodset sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lilleström. Ari og félagar eru með 23 stig í 10. sæti. Grikkland Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka OFI Crete gegn Aris í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins 3-2 og Crete byrjar tímabilið á sigri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira