Var á sínum besta tíma en rankaði við sér í sjúkratjaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Kristján var í góðum gír að hlaupa við Hörpuna þegar hann rankaði svo skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Kristján Hafþórsson, stjórnandi Jákastsins, var í góðum gír í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og í þann mund að setja sinn besta tíma í hálfmaraþoni þegar hann rankaði skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Ástæðan reyndist ofreynsla og ofþornun og flytja þurfti Kristján á Landspítalann. „Ég er eldhress í dag en þetta var gjörsamlega galið í gær,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján heldur úti hlaðvarpsþáttunum Jákastið og er líklega best þekktur fyrir endalausa jákvæðni. „Ég ætlaði mér bara að besta tímann minn eins og maður segir og þetta gekk glimrandi vel, ég var á undan mönnum sem voru að taka 1:28, sem er metið mitt, þannig að ég var í góðum gír. Svo var ég kominn á sautjánda kílómetrann, við Hörpuna, sem var það síðasta sem ég man. Svo allt í einu ranka ég bara við mér í sjúkratjaldi, alveg gjörsamlega ruglaður.“ Kristján var í góðum gír þegar hann hélt út í hlaup í gærmorgun. Kristján segir að sér hafi liðið eins og rúta hefði keyrt á sig. Hann hafi fengið vökva í æð og svo verið færður í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann hafi dvalið þar til um níuleytið í gærkvöldi. „Ég var alveg kolruglaður fyrst að reyna að átta mig á því sem var að gerast. En þetta er víti til varnaðar fyrir aðra, ég vökvaði mig greinilega ekki nóg og borðaði kannski ekki alveg nógu vel og svona.“ Þakklátur viðbragðsaðilum Kristján er reynslumikill hlaupari og hafði hlaupið hálfmaraþon fjögur ár í röð. Hann hljóp líka í miðnæturhlaupi Suzuki í júní og fór þar hálfmaraþon. „Þannig að stundum heldur maður kannski að maður sé ósigrandi og að maður geti bara tekið Forrest Gump á þetta og hlaupið bara. Það er það sem maður lærir af þessu,“ segir Kristján hlæjandi. Hann kveðst fyrst og fremst innilega þakklátur viðbragsaðilum á vettvangi maraþonsins og á spítalanum. Hann hafi bara rankað við sér með síma og heyrnartól í vasanum í sjúkratjaldinu. „Ég er bara svo þakklátur og ég veit ekki einu sinni ennþá hverjir það voru sem hlúðu að mér á svæðinu. Það er bara stórt takk frá mér, þið eruð bara dýrlingar, fólkið í sjúkratjaldinu, sjúkraflutningamennirnir og fólkið á spítalanum. Maður fær trú á mannkyninu og áttar sig á því hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, af því að ég aldrei farið í sjúkrabíl áður. Maður er ekkert smá þakklátur.“ Ertu eitthvað svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára hlaupið? „Auðvitað er ég það, sérstaklega af því að ég held að ég hafi verið á mínum besta tíma þegar þetta gerðist. En það er einmitt kannski ástæðan fyrir þessu, það var þessi ofkeyrsla. En auðvitað hefði maður frekar viljað eiga daginn með fjölskyldunni, konu og börnum niðri í bæ en fyrst þetta gerðist þá er þetta víti til varnaðar og eitthvað sem maður lærir mjög mikið af.“ Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
„Ég er eldhress í dag en þetta var gjörsamlega galið í gær,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján heldur úti hlaðvarpsþáttunum Jákastið og er líklega best þekktur fyrir endalausa jákvæðni. „Ég ætlaði mér bara að besta tímann minn eins og maður segir og þetta gekk glimrandi vel, ég var á undan mönnum sem voru að taka 1:28, sem er metið mitt, þannig að ég var í góðum gír. Svo var ég kominn á sautjánda kílómetrann, við Hörpuna, sem var það síðasta sem ég man. Svo allt í einu ranka ég bara við mér í sjúkratjaldi, alveg gjörsamlega ruglaður.“ Kristján var í góðum gír þegar hann hélt út í hlaup í gærmorgun. Kristján segir að sér hafi liðið eins og rúta hefði keyrt á sig. Hann hafi fengið vökva í æð og svo verið færður í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann hafi dvalið þar til um níuleytið í gærkvöldi. „Ég var alveg kolruglaður fyrst að reyna að átta mig á því sem var að gerast. En þetta er víti til varnaðar fyrir aðra, ég vökvaði mig greinilega ekki nóg og borðaði kannski ekki alveg nógu vel og svona.“ Þakklátur viðbragðsaðilum Kristján er reynslumikill hlaupari og hafði hlaupið hálfmaraþon fjögur ár í röð. Hann hljóp líka í miðnæturhlaupi Suzuki í júní og fór þar hálfmaraþon. „Þannig að stundum heldur maður kannski að maður sé ósigrandi og að maður geti bara tekið Forrest Gump á þetta og hlaupið bara. Það er það sem maður lærir af þessu,“ segir Kristján hlæjandi. Hann kveðst fyrst og fremst innilega þakklátur viðbragsaðilum á vettvangi maraþonsins og á spítalanum. Hann hafi bara rankað við sér með síma og heyrnartól í vasanum í sjúkratjaldinu. „Ég er bara svo þakklátur og ég veit ekki einu sinni ennþá hverjir það voru sem hlúðu að mér á svæðinu. Það er bara stórt takk frá mér, þið eruð bara dýrlingar, fólkið í sjúkratjaldinu, sjúkraflutningamennirnir og fólkið á spítalanum. Maður fær trú á mannkyninu og áttar sig á því hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, af því að ég aldrei farið í sjúkrabíl áður. Maður er ekkert smá þakklátur.“ Ertu eitthvað svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára hlaupið? „Auðvitað er ég það, sérstaklega af því að ég held að ég hafi verið á mínum besta tíma þegar þetta gerðist. En það er einmitt kannski ástæðan fyrir þessu, það var þessi ofkeyrsla. En auðvitað hefði maður frekar viljað eiga daginn með fjölskyldunni, konu og börnum niðri í bæ en fyrst þetta gerðist þá er þetta víti til varnaðar og eitthvað sem maður lærir mjög mikið af.“
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira