Fótbolti

Bonmati valin best og Paralluelo besti ungi leikmaðurinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aitana Bonmati var valinn besti leikmaður mótsins á HM.
Aitana Bonmati var valinn besti leikmaður mótsins á HM. Justin Setterfield/Getty Images

Spánverjar tryggðu sér í dag heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni með 1-0 sigri gegn Englendingum. Að leik loknum voru bestu leikmenn mótsins heiðraður.

Það var hin spænska Aitana Bonmati sem var valin besti leikmaður mótsins. Bonmati skoraði þrjú mörk fyrir Spánverja á mótinu og átti stóran þátt í heimsmeistaratitlinum.

Hin 19 ára Salma Paralluelo, leikmaður Barcelona, var valin besti ungi leikmaður mótsins og Mary Earps, markmaður Englendinga, var valinn besti markvörður mótsins, en hún varði vítaspyrnu Jennifer Hermoso í úrslitaleiknum.

Þá var hin japanska Hinata Miyazawa heiðruð sem markadrottning mótsins, en hún skoraði fimm mörk fyrir japanska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×