Fótbolti

„Verðum að tala um þetta rauða spjald“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp var ekki sáttur.
Klopp var ekki sáttur. Robin Jones/Getty Images

Jürgen Klopp, þjálfair Liverpool, var sáttur með 3-1 sigur sinna manna gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Hann var hins vegar ekki sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk.

„Viðbrögðin [við rauða spjaldinu] voru jákvæð. Þetta var mikill bardagi en byrjunin var andstæðan við það að vera jákvæð,“ sagði Klopp en Liverpool lenti undir snemma leiks.

„Að lenda undir eftir rúmlega mínútu var slæmt. Við þurftum nokkrar mínútur en eftir það spiluðum við virkilega vel. Við skoruðum tvö frábær mörk, fengum færi og vorum að koma þeim í vandræði.“

„Þetta varð að miklum bardaga eftir að við lentum manni undir. Að skora þriðja markið var mjög mikilvægt. Þeir fengu sín augnablik en við fengum þrjú stig og það er það sem skiptir öllu máli.“

„Við þurfum að ræða um það, á myndum sérðu að það er snerting en það er ekkert meira en það. Það var enginn kraftur í fætinum, það var snerting en þetta er leikur snertinga,“ sagði Klopp um rauða spjaldið.

Endaði hann á að segja að ef dómari leiksins hefði veifað gulu spjaldi þá hefði hann aldrei verið beðinn um að skoða atvikið betur þar sem það verðskuldaði rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×