Unnu hildarleik hljómsveitanna fimmta árið í röð Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2023 21:00 Lúðrasveit verkalýðsins vann keppnina fimmta árið í röð. Menningarnótt, afmælishátíð Reykjavíkurborgar, fer fram í dag og gátu gestir og gangandi sótt hina ýmsu viðburði í miðbænum. Um það bil fjögur hundruð viðburðir hafa verið í gangi víðsvegar um borgina í dag vegna Menningarnætur. Meðal þess sem boðið var upp á voru dansviðburðir, vígsla nýrrar bryggju, Reykjavíkurmaraþon og margt fleira. Klippa: Menningarnótt í fullum gangi Einhverjir íbúar miðbæjarins buðu fólk velkomið í heimsókn til sín, þar á meðal borgarstjóri sem bakaði vöfflur ofan í þá sem kíktu inn á heimili hans og fjölskyldu. Var þar með gömul hefð íbúa í Þingholtunum endurvakin. Söng Nakinn í fötum Þá fór fram svokallaður Hildarleikur hljómsveitanna (e. Battle of the Bands) þar sem þrjár lúðrasveitir kepptust um að vera krýnd besta lúðrasveit borgarinnar. Karen Janine Sturlaugsson, einn hljómsveitarstjóranna, sagði áður en úrslitin voru kunngjörð keppnina hafa gengið rosalega vel. Hennar sveit hafði unnið fjögur ár í röð og fengu leynigest til að taka lagið. Karen Janine Sturlaugsson, hljómsveitarstjóri Lúðrasveitar verkalýðsins.Vísir/Dúi „Við eigum 70 ára afmæli í ár og í vor héldum við stóra tónleika. Jónsi í svörtum fötum var að syngja með okkur þá svo hann kom og söng lag með okkur. Hann söng nakinn en hann var ekki nakinn,“ segir Karen Unnu fimmta árið í röð Barist var fram á síðustu stundu með lúðra og slagverk að vopni en á endanum stóða Lúðrasveit verkalýðsins uppi sem sigurvegari og fékk að fara með Monthlemminn heim, þar til á næsta ári. Lúðrasveit verkalýðsins bar af í keppninni og áttu Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Reykjavíkur ekki til nein svör við bæði framkomu og tónlistarflutningi þeirra við mikinn fögnuð áhorfenda. Dómnefndina í ár skipuðu Jón Jósep Snæbjörnsson, Einar Þorsteinsson og Breki Karlsson. Menningarnótt Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Um það bil fjögur hundruð viðburðir hafa verið í gangi víðsvegar um borgina í dag vegna Menningarnætur. Meðal þess sem boðið var upp á voru dansviðburðir, vígsla nýrrar bryggju, Reykjavíkurmaraþon og margt fleira. Klippa: Menningarnótt í fullum gangi Einhverjir íbúar miðbæjarins buðu fólk velkomið í heimsókn til sín, þar á meðal borgarstjóri sem bakaði vöfflur ofan í þá sem kíktu inn á heimili hans og fjölskyldu. Var þar með gömul hefð íbúa í Þingholtunum endurvakin. Söng Nakinn í fötum Þá fór fram svokallaður Hildarleikur hljómsveitanna (e. Battle of the Bands) þar sem þrjár lúðrasveitir kepptust um að vera krýnd besta lúðrasveit borgarinnar. Karen Janine Sturlaugsson, einn hljómsveitarstjóranna, sagði áður en úrslitin voru kunngjörð keppnina hafa gengið rosalega vel. Hennar sveit hafði unnið fjögur ár í röð og fengu leynigest til að taka lagið. Karen Janine Sturlaugsson, hljómsveitarstjóri Lúðrasveitar verkalýðsins.Vísir/Dúi „Við eigum 70 ára afmæli í ár og í vor héldum við stóra tónleika. Jónsi í svörtum fötum var að syngja með okkur þá svo hann kom og söng lag með okkur. Hann söng nakinn en hann var ekki nakinn,“ segir Karen Unnu fimmta árið í röð Barist var fram á síðustu stundu með lúðra og slagverk að vopni en á endanum stóða Lúðrasveit verkalýðsins uppi sem sigurvegari og fékk að fara með Monthlemminn heim, þar til á næsta ári. Lúðrasveit verkalýðsins bar af í keppninni og áttu Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Reykjavíkur ekki til nein svör við bæði framkomu og tónlistarflutningi þeirra við mikinn fögnuð áhorfenda. Dómnefndina í ár skipuðu Jón Jósep Snæbjörnsson, Einar Þorsteinsson og Breki Karlsson.
Menningarnótt Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira