Fótbolti

Íslenskt mark og tvær íslenskar stoðsendingar gegn toppliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óskar Borgþórsson skoraði fyrir Sogndal í dag.
Óskar Borgþórsson skoraði fyrir Sogndal í dag. Vísir/Diego

Óskar Borgþórsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson voru allir í byrjunarliði Sogndal er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn toppliði Kongsvinger í norsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Óskar, Valdimar og Jónatan komu allir að mörkum í leiknum. Valdimar lagði upp fyrsta mark heimamanna á 56. mínútu eftir að liðið hafði lent 1-0 undir snemma leiks og Óskar kom liðinu yfir stuttu síðar eftir stoðsendingu frá Jónatan.

Sondre Orjasaeter skoraði svo þriðja mark heimamanna þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en gestirnir snéru taflinu við og jöfnuðu metin með mörkum á 72. og 77. mínútu.

Óskar lék allan leikinn í liði Sogndal í dag, en Valdimar og Jónatan voru teknir af velli stuttu eftir að gestirnir jöfnuðu metin.

Jafnteflið þýðir að Sogndal er nú með 31 stig í 4. sæti deildarinnar eftir 18 leiki, sjö stigum á eftir Kongsvinger sem trónir á toppnum og hefur leikið einum leik meira. Íslendingaliðið er því enn í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild, en efstu tvö liðin fara beint upp og 3.-6. sæti fer í umspil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×