Fótbolti

Út­skrifaður af sjúkra­húsi og bata hans lýst sem krafta­verki

Aron Guðmundsson skrifar
Sergio Rico yfirgefur spítalann í morgun með eiginkonu sinni Ölbu
Sergio Rico yfirgefur spítalann í morgun með eiginkonu sinni Ölbu Vísir/Skjáskot

Sergio Rico, mark­vörður franska stór­liðsins Paris Saint-Germain hefur verið út­skrifaður af sjúkra­húsi en þar hefur hann dvalið síðan undir lok maí eftir að hafa hlotið þungt höfuð­högg.

Það er Alba Rico, eigin­kona Sergio sem greinir frá tíðindunum á sam­fé­lags­miðlum en Sergio var hárs­breidd frá því að láta lífið eftir að falla af hest­baki í maí síðast­liðnum.

Hlaut hann þungt höfuð­högg við fallið sem og hesturinn traðkaði á honum. Við það hlaut hann slæm meiðsli á hálsi. Var Rico í dái til 9. júní og haldið á gjör­gæslu þangað til 5. júlí.

Á vef The Athletic var farið yfir hvað átti sér stað og hversu heppinn Rico var en samkvæmt læknum hefði Sergio dáið samstundis hefðu áverkarnir verið hálfum sentímetra dýpri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×