Vinnumálastofnun leigir Hótel Glym undir allt að áttatíu flóttamenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 09:55 Hótel Glymur er í Hvalfirðinum og heitir eftir samnefndum fossi. Hótel Glymur Vinnumálastofnun mun leigja Hótel Glym frá 1. október næstkomandi til hýsingar allt að áttatíu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þetta segir í tilkynningu á vef Hvalfjarðarsveitar. Þar segir að samsetning hópsins liggi ekki enn fyrir en það skýrist á næstunni. Leigan hefst 1. október næstkomandi og er leigutími til átján mánaða að minnsta kosti en 24 mánaða í mesta lagi. Þá segir að Vinnumálastofnun hafi tekið yfir þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. júlí árið 2022. Síðan þá hafi fjöldi í þjónustu stofnunarinnar þrefaldast og eru nú um 2.100 einstaklingar sem búa í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Spár stofnunarinnar gera ráð fyrir að eiga þurfi pláss fyrir um 4.500 umsækjendur í lok árs en allt að 5.500 ef hæstu spár ganga eftir. Boðað til kynningarfundar í haust Í tilkynningunni kemur fram að Vinnumálastofnun muni útvega og sjá um samgöngur milli Hótel Glyms og Akraness nokkrum sinnum í viku. Stofnunin er með samning við Rauða krossinn á Íslandi um virkni fyrir umsækjendur og óskað verður eftir slíkum úrræðum á staðinn. Stofnunin mun einnig kanna áhuga nærsamfélagsins á virkniúrræðum eða öðru sem gæti hentað inn í húsnæðið. Á haustmánuðum verður boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu. Tímasetning fundarins verður auglýst síðar. Tryggja framfærslu og nauðsynlega þjónustu Vinnumálastofnun veitir umsækjendum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda meðan þeir bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlendingastofnun. Stofnunin tryggir umsækjendum framfærslu, aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf. Vinnumálastofnun er með samning við Öryggismiðstöðina og veitir fyrirtækið sólarhrings viðveru í öllu húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Það sé gert til að tryggja þjónustu og stuðning við þá sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni og ef upp koma einhver atvik sé hægt að bregðast við hratt og vel. Þá kemur starfsmaður Vinnumálastofnunar jafnframt í húsnæðið tvisvar til fjórum sinnum í viku. Hvalfjarðarsveit Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Hvalfjarðarsveitar. Þar segir að samsetning hópsins liggi ekki enn fyrir en það skýrist á næstunni. Leigan hefst 1. október næstkomandi og er leigutími til átján mánaða að minnsta kosti en 24 mánaða í mesta lagi. Þá segir að Vinnumálastofnun hafi tekið yfir þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. júlí árið 2022. Síðan þá hafi fjöldi í þjónustu stofnunarinnar þrefaldast og eru nú um 2.100 einstaklingar sem búa í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Spár stofnunarinnar gera ráð fyrir að eiga þurfi pláss fyrir um 4.500 umsækjendur í lok árs en allt að 5.500 ef hæstu spár ganga eftir. Boðað til kynningarfundar í haust Í tilkynningunni kemur fram að Vinnumálastofnun muni útvega og sjá um samgöngur milli Hótel Glyms og Akraness nokkrum sinnum í viku. Stofnunin er með samning við Rauða krossinn á Íslandi um virkni fyrir umsækjendur og óskað verður eftir slíkum úrræðum á staðinn. Stofnunin mun einnig kanna áhuga nærsamfélagsins á virkniúrræðum eða öðru sem gæti hentað inn í húsnæðið. Á haustmánuðum verður boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu. Tímasetning fundarins verður auglýst síðar. Tryggja framfærslu og nauðsynlega þjónustu Vinnumálastofnun veitir umsækjendum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda meðan þeir bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlendingastofnun. Stofnunin tryggir umsækjendum framfærslu, aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf. Vinnumálastofnun er með samning við Öryggismiðstöðina og veitir fyrirtækið sólarhrings viðveru í öllu húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Það sé gert til að tryggja þjónustu og stuðning við þá sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni og ef upp koma einhver atvik sé hægt að bregðast við hratt og vel. Þá kemur starfsmaður Vinnumálastofnunar jafnframt í húsnæðið tvisvar til fjórum sinnum í viku.
Hvalfjarðarsveit Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira