Innlent

Að­gangs­stýring í ferða­þjónustu ein­föld en ó­þörf

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðerra.
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðerra. Vísir/Arnar

„Það er ekki flókið viðfangs­efni ef við vilj­um gera breyt­ing­ar á hversu marg­ir ferðamenn heim­sækja landið. Við erum með fluggátt­ina, og Isa­via er þar með flug­stæði. Ef við telj­um að við séum að ganga of mikið á landið okk­ar vegna þess að aðgangs­stýr­ing sé ekki nægi­leg, þá get­um við alltaf stýrt aðgengi með þess­ari fluggátt okk­ar. Þetta er bara auðlind­a­stýr­ing og það eru tæki til þess.“

Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið um áhyggjur manna af auknum fjölda ferðamanna hér á landi. Hún segist þó ekki telja tímabært að horfa til slíkra úrræða og bendir á að gert sé ráð fyrir að um 2,1 til 2,3 milljónir ferðamanna komi hingað á árinu.

Lilja segir standa til að útvíkka gistináttaskattinn til skemmtiferðaskipa en það sé ekki í kortunum að takmarka komur þeirra. Aðgangsstýring hafi verið tekin upp við hinar ýmsu náttúruperlur, sem hún segist telja eðlilega þróun.

Ráðherrann bendir einnig á að ferðaþjónustan, sem sé sú grein sem sé að skapa mestar gjaldeyristekjur, hafi spilað lykilhlutverk í byggðarþróun síðustu ára.

„Marg­ir ein­stak­ling­ar voru farn­ir að huga að því að hverfa frá sín­um býl­um en gerðu það ekki, vegna þess að mögu­leik­inn að ger­ast ferðaþjón­ustu­bænd­ur yfir sum­arið gerði þeim kleift að vera í fjöl­breytt­ari rekstri. Ég held að það sé ein já­kvæðasta birt­ing­ar­mynd ferðaþjón­ust­unn­ar að með henni aukast lík­ur á að við höld­um þessu stóra landi í byggð, sem ann­ars hefði ekki verið,“ seg­ir Lilja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×