Innlent

Óttast að ung­lingar sniffi gas í strætis­vögnum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sævar segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um málið.
Sævar segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um málið.

Rekstrar­aðili strætó í Reykja­nes­bær verður í sí­auknum mæli var við að tóm gas­hylki séu skilin eftir í strætis­vögnum bæjarins. Hann segist óttast að ung­lingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjóma­sprautu í blöðru og komast þannig í vímu.

„Við fórum fyrst að taka eftir þessu við þrif á vögnunum hjá okkur. Þá var þetta einn og einn kútur en nú er þetta orðið miklu meira. Þessi fjöldi sem ég birti mynd af á Face­book er til dæmis bara úr einum vagni,“ segir Sæ­var Baldurs­son, fram­kvæmda­stjóri Bus4U sem rekur strætis­vagna í Reykja­nes­bæ.

Sæ­var birti mynd af gas­hylkjunum á Face­book. Hann segir færsluna setta inn til vitundar­vakningar fyrir for­eldra svo þau geti verið með­vituð um hætturnar og leiðirnar sem ung­lingar finni til að komast í vímu.

„Auð­vitað veit ég ekki hvort þeir eru að sniffa þetta eða anda þessu að sér, en það skiptir engu máli því bæði er skað­legt. Svo var einn krakki gómaður með rjóma­sprautu og blöðrur. Þetta virðist vera hláturs­gas, svipað og tann­læknar nota til að mynda.“

Sæ­var segir að sér hafi einnig verið bent á það af öðrum í­búum að slíkar rjóma­sprautur hafi fundist við gömlu sund­laugina í Kefla­vík, sem sé í hálf­gerðu eyði.

„Þannig að þetta virðist vera eitt­hvað sport hjá þeim núna að stunda þetta. Mér finnst allt í lagi að for­eldrarnir vakni til vitundar um það hvað börnin séu að bralla.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×