Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 08:23 Fólk gengur eftir Aðalstræti í sögufræga ferðamannabænum Lahaina sem brann svo gott sem til kaldra kola í síðustu viku. AP/Rick Bowmer Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. Leitarlið með líkleitarhunda hefur nú farið yfir um þriðjung hamfarasvæðsins. Búið var að bera kennsl á fimm manns sem fórust í gær. Færanleg líkgeymsla kom á hamfararsvæðið í gær en hún að hjálpa yfirvöldum að bera kennsl á líkamsleifar sem finnast í brunarústunum. Alríkisyfirvöld sendu teymi réttarlækna, meinafræðinga og tæknimanna með röntgentæki og annan búnað til verksins. Búist er við að það gæti tekið sinn tíma. Gróðureldarnir á Maui eru nú þegar þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld og verstu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Ríkisstjórinn þar hefur varað við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Skjáskot úr myndböndum sem tveir íbúar á Maui tóku af eldi sem kviknaði út frá raflínu 8. ágúst.AP/Shane Treu/Robert Arconado Kviknaði í út frá raflínu Orkufyrirtæki Havaíeyja hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið rafmagn af línum þrátt fyrir viðvaranir um mikið hvassviðri í síðustu viku. Hópmálsókn gegn því er þegar hafin þar sem fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á dauða fleiri en hundrað manns. AP-fréttastofan segir að myndband sem starfsmaður ferðamannastaðar tók upp snemma morguns á þriðjudag fyrir viku sýni raflínu sem féll á jörðina þegar staur sem hélt henni uppi gaf sig. Línan féll í þurrt gras og kveikti í því. Myndbandið var tekið örfáum mínútum eftir að yfirvöld segjast hafa fengið fyrstu tilkynningarnar um eldinn. Síðar um morguninn töldu slökkviliðsmenn sig hafa ráðið niðurlögum eldsins og yfirgáfu staðinn. Íbúar þar segja að eldurinn hafi hins vegar blossað upp aftur um miðjan daginn og breitt hratt úr sér. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Leitarlið með líkleitarhunda hefur nú farið yfir um þriðjung hamfarasvæðsins. Búið var að bera kennsl á fimm manns sem fórust í gær. Færanleg líkgeymsla kom á hamfararsvæðið í gær en hún að hjálpa yfirvöldum að bera kennsl á líkamsleifar sem finnast í brunarústunum. Alríkisyfirvöld sendu teymi réttarlækna, meinafræðinga og tæknimanna með röntgentæki og annan búnað til verksins. Búist er við að það gæti tekið sinn tíma. Gróðureldarnir á Maui eru nú þegar þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld og verstu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Ríkisstjórinn þar hefur varað við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Skjáskot úr myndböndum sem tveir íbúar á Maui tóku af eldi sem kviknaði út frá raflínu 8. ágúst.AP/Shane Treu/Robert Arconado Kviknaði í út frá raflínu Orkufyrirtæki Havaíeyja hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið rafmagn af línum þrátt fyrir viðvaranir um mikið hvassviðri í síðustu viku. Hópmálsókn gegn því er þegar hafin þar sem fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á dauða fleiri en hundrað manns. AP-fréttastofan segir að myndband sem starfsmaður ferðamannastaðar tók upp snemma morguns á þriðjudag fyrir viku sýni raflínu sem féll á jörðina þegar staur sem hélt henni uppi gaf sig. Línan féll í þurrt gras og kveikti í því. Myndbandið var tekið örfáum mínútum eftir að yfirvöld segjast hafa fengið fyrstu tilkynningarnar um eldinn. Síðar um morguninn töldu slökkviliðsmenn sig hafa ráðið niðurlögum eldsins og yfirgáfu staðinn. Íbúar þar segja að eldurinn hafi hins vegar blossað upp aftur um miðjan daginn og breitt hratt úr sér.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent