Fótbolti

Kefl­víkingar fá Palestínu­mann sem á ung­linga­lands­liðs­leiki fyrir Króatíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Muhamed Alghoul er gegninn í raðir Keflavíkur.
Muhamed Alghoul er gegninn í raðir Keflavíkur. Football Palestine

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við Palestínumanninn Muhamed Alghoul um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild karla í knattspyrnu.

Alghoul kemur frá Wadi Degla í Egyptalandi, en hann hefur einnig leikið í Króatíu, Sviss og Rúmeníu á ferlinum.

Keflvíkingar greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum, en Alghoul er 27 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður. Hann er fæddur í Króatíu og lék á sínum tíma unglingalandsliðsleiki fyrir króatíska U20 og U21-landsliðið. Alghoul skipti þó um ríkisborgararétt árið 2021 og hefur gefið kost á sér í landslið Palestínu.

Ljóst er að Keflvíkingar þurfa að snúa við genginu áður en haustið gengur í garð, en liðið situr á botni Bestu-deildarinnar með 11 stig eftir 19 leiki, fjórum stigum á eftir Fram sem situr í næst neðsta sæti og sex stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×