Yfirfullt í strætó í gær: Gáfust upp þegar fimmti vagninn keyrði fram hjá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 15:41 Metfjöldi lét sjá sig á gleðigöngunni sem haldin var í blíðskaparveðri í gær. Vilhelm/Ívar Fannar Fjöldi fólks neyddist til að snúa sér að öðrum ferðamátum en strætó eða hreinlega hætta við bæjarferðina vegna yfirfullra strætisvagna sem önnuðu ekki eftirspurn í gær. Íbúi í Hafnarfirði segist hafa snúið aftur heim með börnin sín eftir að fimmti vagninn keyrði fram hjá. Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að fagna hápunkti hinsegin daga, gleðigöngunni. Á Facebook síðu Hinsegin daga segir að mannfjöldinn í miðbænum hafi verið í metstærð. Biðu í tvo og hálfan tíma Finnbjörn Benónýsson, íbúi í Hafnarfirði, ætlaði ásamt tveimur börnum sínum, þriggja og fimm ára, að gera sér ferð niður í bæ í tilefni hinsegin göngunnar. Hann segir þau hafa mætt að stoppistöðinni um hálf eitt leytið til þess að vera tímanleg. „Við biðum í tvo og hálfan tíma. Og það keyrðu einhverjir fimm strætóar fram hjá okkur, troðfullir,“ segir Finnbjörn í samtali við Vísi. „Hann stoppaði einu sinni og hleypti einhverjum fimm inn, og það var alveg troðið í hann. Ég var ekki alveg tilbúinn að standa með fimm og þriggja ára í miðjum strætó,“ segir Finnbjörn. „Þannig að við gáfumst bara upp.“ Finnbjörn segir að meira en tuttugu manns hafi beðið á sömu stoppistöð og hann eftir strætisvagni. Hann hafi svo frétt að því að einni stoppistöð lengra biðu fimmtíu manns. „Það var engar upplýsingar að fá um hvort verið væri að senda annan vagn eða fjölga leiðum eða eitthvað.“ Þá furðar hann sig á því að engar ráðstafanir höfðu verið gerðar, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. „Það var frekar leiðinlegt að eyða deginum í þetta.“ Fjármagnsskortur svarið Jóhannes Svavar Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að akstur hafi verið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun í gær. Umræða hafi verið tekin um hvort auka ætti akstur á degi gleðigöngunnar í ár eins og gert hefur verið á menningarnótt en vegna fjármagnsskorts var ekkert gert. Hann segir að eflaust verði aftur umræða á næsta ári um hvort akstur strætó verði með breyttu sniði til að anna eftirspurn á gleðigöngunni. „Við vissum af mjög mörgum sem fengu ekki pláss. Það voru margir vagnar sem fylltust bara niðri í bæ,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Ekki í fyrsta skiptið Menningarnótt er enn sem komið er eini dagurinn þar sem akstur Strætó er með breyttu sniði á höfuðborgarsvæðinu. Svipað gerðist þann 17. júní árið 2019 þegar strætisvagnar fylltust vegna mikils fjölda fólks sem lagt hafði leið sína niður í bæ. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði mannfjöldann hafa komið starfsfólki Strætó í opna skjöldu. Strætó Hafnarfjörður Gleðigangan Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að fagna hápunkti hinsegin daga, gleðigöngunni. Á Facebook síðu Hinsegin daga segir að mannfjöldinn í miðbænum hafi verið í metstærð. Biðu í tvo og hálfan tíma Finnbjörn Benónýsson, íbúi í Hafnarfirði, ætlaði ásamt tveimur börnum sínum, þriggja og fimm ára, að gera sér ferð niður í bæ í tilefni hinsegin göngunnar. Hann segir þau hafa mætt að stoppistöðinni um hálf eitt leytið til þess að vera tímanleg. „Við biðum í tvo og hálfan tíma. Og það keyrðu einhverjir fimm strætóar fram hjá okkur, troðfullir,“ segir Finnbjörn í samtali við Vísi. „Hann stoppaði einu sinni og hleypti einhverjum fimm inn, og það var alveg troðið í hann. Ég var ekki alveg tilbúinn að standa með fimm og þriggja ára í miðjum strætó,“ segir Finnbjörn. „Þannig að við gáfumst bara upp.“ Finnbjörn segir að meira en tuttugu manns hafi beðið á sömu stoppistöð og hann eftir strætisvagni. Hann hafi svo frétt að því að einni stoppistöð lengra biðu fimmtíu manns. „Það var engar upplýsingar að fá um hvort verið væri að senda annan vagn eða fjölga leiðum eða eitthvað.“ Þá furðar hann sig á því að engar ráðstafanir höfðu verið gerðar, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. „Það var frekar leiðinlegt að eyða deginum í þetta.“ Fjármagnsskortur svarið Jóhannes Svavar Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að akstur hafi verið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun í gær. Umræða hafi verið tekin um hvort auka ætti akstur á degi gleðigöngunnar í ár eins og gert hefur verið á menningarnótt en vegna fjármagnsskorts var ekkert gert. Hann segir að eflaust verði aftur umræða á næsta ári um hvort akstur strætó verði með breyttu sniði til að anna eftirspurn á gleðigöngunni. „Við vissum af mjög mörgum sem fengu ekki pláss. Það voru margir vagnar sem fylltust bara niðri í bæ,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Ekki í fyrsta skiptið Menningarnótt er enn sem komið er eini dagurinn þar sem akstur Strætó er með breyttu sniði á höfuðborgarsvæðinu. Svipað gerðist þann 17. júní árið 2019 þegar strætisvagnar fylltust vegna mikils fjölda fólks sem lagt hafði leið sína niður í bæ. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði mannfjöldann hafa komið starfsfólki Strætó í opna skjöldu.
Strætó Hafnarfjörður Gleðigangan Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira