Innlent

Líta aksturinn alvarlegum augum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskips segir fyrirtækið líta aksturinn alvarlegum augum.
Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskips segir fyrirtækið líta aksturinn alvarlegum augum. vísir

Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag.

Greint var frá málinu í gær en aksturinn náðist á myndband á fimmtudagskvöld. Þar sést bílstjórinn taka fram úr bíl sem keyrir á um 90 kílómetra hraða á þjóðveginum við Skeiðarársand. Hann rétt nær aftur á sinn vegarhelming áður en hann mætir bílaröð sem kom úr gagnstæðri átt.

Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskips segir að leitt hafi verið að sjá myndbandið af akstrinum í gærkvöldi.

„Fyrir okkur er gríðarlega mikilvægt að bílstjórar séu til fyrirmyndar í umferðinni og fylgi öryggisreglum. Við lítum atvikið alvarlegum augum enda er svona akstur ekki í samræmi við öryggisreglur félagsins. Við þökkum þeim sem létu vita af þessu, það gefur okkur tækifæri til að ræða við bílstjórann sem við munum gera strax í dag,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. 

Stutt er síðan sambærilegt atvik kom upp. Í júlí var bílstjóri Samskipa staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. 

Edda segir að sem betur fer sé það fátítt að svona mál komi upp hjá félaginu.

„En þegar þau koma upp þá tökum við bara almennilega á þeim. Annað slagið kemur þetta upp og það er alvarlegt þegar svo er. Auðvitað eiga bílstjórar bara að keyra í takt við öryggisreglur.“


Tengdar fréttir

Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu

Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×