„Þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2023 15:08 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir verk að vinna til að koma í veg fyrir raforkuskort hérlendis. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að gríðarlega margt sé í pípunum til að tryggja að ekki komi til raforkuskorts hér á landi, líkt og forstjóri Landsvirkjunar hefur viðrað áhyggjur sínar af. Hann segir hlutina taka tíma en kyrrstaðan hafi verið rofin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrr í sumar að það stefni í erfiðan raforkuskort á næstu árum, ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir vandann vera þann að lítið sem ekkert hafi gerst í virkjanamálum undanfarin tíu ár. „Ég hef einmitt verið duglegur að benda á að það vantar græna orku. Vandinn er sá að á síðustu tíu árum hefur bara eiginlega ekkert gerst. Við erum að tala um að það hafa bæst við innan við 30 megawött við kerfið og þetta hefur verið að taka allt of langan tíma.“ Guðlaugur segir að í pípunum séu yfir 300 megawött í stækkunum, eða því sem nemi hálfri Kárahnjúkavirkjun. Þá sé unnið að gerð frumvarps sem miði að því að auðvelda fólki að spara orku auk þess sem ráðuneytið muni sameina stofnanir til að einfalda umhverfi orkumála hérlendis. „Þó það sé mikið í pípunum núna þá er það ekki nóg. Það kemur vonandi á næstu árum en á þessum stutta tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu þá hefur þessi kyrrstaða verið rofin. Nú eru um 1300 megawött í nýtingarflokki og í ofanálag miðað við mínar bestu upplýsingar yfir 300 megawött í stækkunum.“ Vandamálið sé hins vegar að þetta taki tíma. Verkefnið sé að einfalda leyfisveitingaferli vegna virkjana og gera það skilvirkara og segist Guðlaugur nú vinna að frumvarpi í ráðuneyti sínu sem lagt verði fram á þingi í haust og miði að því. „Ég er bara ánægður að fólk sé að vakna, því ég hef verið að segja þetta frá því að ég tók við þessu embætti og framkvæmt líka. En þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun, þetta virkar ekki þannig.“ Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrr í sumar að það stefni í erfiðan raforkuskort á næstu árum, ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir vandann vera þann að lítið sem ekkert hafi gerst í virkjanamálum undanfarin tíu ár. „Ég hef einmitt verið duglegur að benda á að það vantar græna orku. Vandinn er sá að á síðustu tíu árum hefur bara eiginlega ekkert gerst. Við erum að tala um að það hafa bæst við innan við 30 megawött við kerfið og þetta hefur verið að taka allt of langan tíma.“ Guðlaugur segir að í pípunum séu yfir 300 megawött í stækkunum, eða því sem nemi hálfri Kárahnjúkavirkjun. Þá sé unnið að gerð frumvarps sem miði að því að auðvelda fólki að spara orku auk þess sem ráðuneytið muni sameina stofnanir til að einfalda umhverfi orkumála hérlendis. „Þó það sé mikið í pípunum núna þá er það ekki nóg. Það kemur vonandi á næstu árum en á þessum stutta tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu þá hefur þessi kyrrstaða verið rofin. Nú eru um 1300 megawött í nýtingarflokki og í ofanálag miðað við mínar bestu upplýsingar yfir 300 megawött í stækkunum.“ Vandamálið sé hins vegar að þetta taki tíma. Verkefnið sé að einfalda leyfisveitingaferli vegna virkjana og gera það skilvirkara og segist Guðlaugur nú vinna að frumvarpi í ráðuneyti sínu sem lagt verði fram á þingi í haust og miði að því. „Ég er bara ánægður að fólk sé að vakna, því ég hef verið að segja þetta frá því að ég tók við þessu embætti og framkvæmt líka. En þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun, þetta virkar ekki þannig.“
Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira