„Þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2023 15:08 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir verk að vinna til að koma í veg fyrir raforkuskort hérlendis. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að gríðarlega margt sé í pípunum til að tryggja að ekki komi til raforkuskorts hér á landi, líkt og forstjóri Landsvirkjunar hefur viðrað áhyggjur sínar af. Hann segir hlutina taka tíma en kyrrstaðan hafi verið rofin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrr í sumar að það stefni í erfiðan raforkuskort á næstu árum, ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir vandann vera þann að lítið sem ekkert hafi gerst í virkjanamálum undanfarin tíu ár. „Ég hef einmitt verið duglegur að benda á að það vantar græna orku. Vandinn er sá að á síðustu tíu árum hefur bara eiginlega ekkert gerst. Við erum að tala um að það hafa bæst við innan við 30 megawött við kerfið og þetta hefur verið að taka allt of langan tíma.“ Guðlaugur segir að í pípunum séu yfir 300 megawött í stækkunum, eða því sem nemi hálfri Kárahnjúkavirkjun. Þá sé unnið að gerð frumvarps sem miði að því að auðvelda fólki að spara orku auk þess sem ráðuneytið muni sameina stofnanir til að einfalda umhverfi orkumála hérlendis. „Þó það sé mikið í pípunum núna þá er það ekki nóg. Það kemur vonandi á næstu árum en á þessum stutta tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu þá hefur þessi kyrrstaða verið rofin. Nú eru um 1300 megawött í nýtingarflokki og í ofanálag miðað við mínar bestu upplýsingar yfir 300 megawött í stækkunum.“ Vandamálið sé hins vegar að þetta taki tíma. Verkefnið sé að einfalda leyfisveitingaferli vegna virkjana og gera það skilvirkara og segist Guðlaugur nú vinna að frumvarpi í ráðuneyti sínu sem lagt verði fram á þingi í haust og miði að því. „Ég er bara ánægður að fólk sé að vakna, því ég hef verið að segja þetta frá því að ég tók við þessu embætti og framkvæmt líka. En þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun, þetta virkar ekki þannig.“ Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrr í sumar að það stefni í erfiðan raforkuskort á næstu árum, ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir vandann vera þann að lítið sem ekkert hafi gerst í virkjanamálum undanfarin tíu ár. „Ég hef einmitt verið duglegur að benda á að það vantar græna orku. Vandinn er sá að á síðustu tíu árum hefur bara eiginlega ekkert gerst. Við erum að tala um að það hafa bæst við innan við 30 megawött við kerfið og þetta hefur verið að taka allt of langan tíma.“ Guðlaugur segir að í pípunum séu yfir 300 megawött í stækkunum, eða því sem nemi hálfri Kárahnjúkavirkjun. Þá sé unnið að gerð frumvarps sem miði að því að auðvelda fólki að spara orku auk þess sem ráðuneytið muni sameina stofnanir til að einfalda umhverfi orkumála hérlendis. „Þó það sé mikið í pípunum núna þá er það ekki nóg. Það kemur vonandi á næstu árum en á þessum stutta tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu þá hefur þessi kyrrstaða verið rofin. Nú eru um 1300 megawött í nýtingarflokki og í ofanálag miðað við mínar bestu upplýsingar yfir 300 megawött í stækkunum.“ Vandamálið sé hins vegar að þetta taki tíma. Verkefnið sé að einfalda leyfisveitingaferli vegna virkjana og gera það skilvirkara og segist Guðlaugur nú vinna að frumvarpi í ráðuneyti sínu sem lagt verði fram á þingi í haust og miði að því. „Ég er bara ánægður að fólk sé að vakna, því ég hef verið að segja þetta frá því að ég tók við þessu embætti og framkvæmt líka. En þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun, þetta virkar ekki þannig.“
Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira