„Þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2023 15:08 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir verk að vinna til að koma í veg fyrir raforkuskort hérlendis. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að gríðarlega margt sé í pípunum til að tryggja að ekki komi til raforkuskorts hér á landi, líkt og forstjóri Landsvirkjunar hefur viðrað áhyggjur sínar af. Hann segir hlutina taka tíma en kyrrstaðan hafi verið rofin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrr í sumar að það stefni í erfiðan raforkuskort á næstu árum, ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir vandann vera þann að lítið sem ekkert hafi gerst í virkjanamálum undanfarin tíu ár. „Ég hef einmitt verið duglegur að benda á að það vantar græna orku. Vandinn er sá að á síðustu tíu árum hefur bara eiginlega ekkert gerst. Við erum að tala um að það hafa bæst við innan við 30 megawött við kerfið og þetta hefur verið að taka allt of langan tíma.“ Guðlaugur segir að í pípunum séu yfir 300 megawött í stækkunum, eða því sem nemi hálfri Kárahnjúkavirkjun. Þá sé unnið að gerð frumvarps sem miði að því að auðvelda fólki að spara orku auk þess sem ráðuneytið muni sameina stofnanir til að einfalda umhverfi orkumála hérlendis. „Þó það sé mikið í pípunum núna þá er það ekki nóg. Það kemur vonandi á næstu árum en á þessum stutta tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu þá hefur þessi kyrrstaða verið rofin. Nú eru um 1300 megawött í nýtingarflokki og í ofanálag miðað við mínar bestu upplýsingar yfir 300 megawött í stækkunum.“ Vandamálið sé hins vegar að þetta taki tíma. Verkefnið sé að einfalda leyfisveitingaferli vegna virkjana og gera það skilvirkara og segist Guðlaugur nú vinna að frumvarpi í ráðuneyti sínu sem lagt verði fram á þingi í haust og miði að því. „Ég er bara ánægður að fólk sé að vakna, því ég hef verið að segja þetta frá því að ég tók við þessu embætti og framkvæmt líka. En þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun, þetta virkar ekki þannig.“ Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrr í sumar að það stefni í erfiðan raforkuskort á næstu árum, ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir vandann vera þann að lítið sem ekkert hafi gerst í virkjanamálum undanfarin tíu ár. „Ég hef einmitt verið duglegur að benda á að það vantar græna orku. Vandinn er sá að á síðustu tíu árum hefur bara eiginlega ekkert gerst. Við erum að tala um að það hafa bæst við innan við 30 megawött við kerfið og þetta hefur verið að taka allt of langan tíma.“ Guðlaugur segir að í pípunum séu yfir 300 megawött í stækkunum, eða því sem nemi hálfri Kárahnjúkavirkjun. Þá sé unnið að gerð frumvarps sem miði að því að auðvelda fólki að spara orku auk þess sem ráðuneytið muni sameina stofnanir til að einfalda umhverfi orkumála hérlendis. „Þó það sé mikið í pípunum núna þá er það ekki nóg. Það kemur vonandi á næstu árum en á þessum stutta tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu þá hefur þessi kyrrstaða verið rofin. Nú eru um 1300 megawött í nýtingarflokki og í ofanálag miðað við mínar bestu upplýsingar yfir 300 megawött í stækkunum.“ Vandamálið sé hins vegar að þetta taki tíma. Verkefnið sé að einfalda leyfisveitingaferli vegna virkjana og gera það skilvirkara og segist Guðlaugur nú vinna að frumvarpi í ráðuneyti sínu sem lagt verði fram á þingi í haust og miði að því. „Ég er bara ánægður að fólk sé að vakna, því ég hef verið að segja þetta frá því að ég tók við þessu embætti og framkvæmt líka. En þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun, þetta virkar ekki þannig.“
Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira